Skinfaxi - 01.05.1942, Page 34
34
SKINFAXI
í ráarhæð, er báðum fótleggjum skotið út, höfuð og bak falla
aftur og mjöðmunum er hnykkt hátt upp með snörpum hnylck.
Uppsveifla vinstri fótar bindur enda á það, að losna við rána,
meðan uppsveifla hægri arms lyftir baki og öxlum lausum
frá ránni.
Stökkmaður hefir þá tvö ráð til þess að losna við að falla
á bakið: Hann getur látið vinstri fót og arm falla, og um
leið beygt hægri arm yfir brjóst sér og snúið höfðinu til
vinstri. Með þessu ráði mun hann snúa andlitinu að ránni
og lenda á vinstri fæli og hendi.
Einnig gelur hann, eftir að hafa losnað við rána, snúið
sér frá henni, með því að láta hægri arm og fótlegg falla, og
um leið og liann snýr andlitinu til hægri, lamið vinstri armi
yfir líkamann til hægri. Með þessu snýr hann bakinu að ránni
og lendir á hægri fæti og hendi (eins og kunningi sýnir).
Ath. í íþróttaþætti I. bls. 87, neðstu línu, stendur: „yfir
vinstri fót“; á að vera: „yfir hægri fót“.