Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 40
40 SKINFAXI isfiröi, 2—4 vikur á hverjum sta8. Kennd hann ýmsar í- þróttir, m. a. skíöafar. Hann var nýbyrjaöur námskeiö á Noröfiröi og átti eftir aö vera á þremur stööum í viðbót, er hann varö fyrir því óhappi, aö fótbrotna illa við skíða- kennslu. :— Hjálmar Tómasson frá Auðsholti í Biskups- tungum kenndi fyrst máfiaðartíma austur í Hornafirði, en síöan á ýnisum stöðum á Vestfjörðum. Á lngjaldssandi, sem er lítiö og afskekkt byggöarlag, en frábærlega menni- legt, breytti hann gamalli hlöðu í íþróttahús og kenndi þar leikfimi, glimu o. f 1., en allir sveitarmenn, sem vettlingi gátu valdiö, tóku þátt í íþfóttunum. Hjálmar fer nú austur í Fljótshlíð og heldur þar námskeið. — Jón Bjarnason frá Hlemmiskeiði er starfsmaður á Alþingi og var aðeins í þjón- ustu U. M. F. í. rnilli þinganna í vetur. Þann tíma kenndi hann á Eyrarbakka og Stokkseyri. — Jón Þórarinsson írá Reykholti kenndi framan af vetri hjá Umf. á Snæfellsnesi, en siðari hluta vetrar við Eyjafjörð. Hafði hann þar fjögur námskeið, 2 hvorum megin fjarðarins, og voru þátttakendur samtals 178. Hann mun enn starfa í Eyjafirði í vor og undir- búa m. a. héraðsmótið þar. — Matthias Jónsson frá Kolla- fjarðarnesi hefir kennt í Dalasýslu og Austur-Barðastrand- arsýslu, og á enn eftir sundnámskeið í Sælingsdalslaug. — Loks var Óskar Ágústsson frá Sauðholti í þjónustu U. M. F. í. framan af vetri og kenndi í Leirársveit og Austur-Land- eyjum. Nákvæmar skýrslur um störf kennaranna hafa ekki borizt samlmndsstjórn enn, enda hafa ýmsir þeirra eklci lokið störfum enn. Þessi stóraukna íþróttakennsla Umf. er vafalaust þróun í rétta átt, enda er aukning hennar fyrisjáanleg næstu á. Framtíðarstefnan um íþróttakennslu er sú, að ráða fasta héraðs-íþróttakennara, er starfi allt árið, nema hásumarið, kenni íþróttir bœði ungmennafélögum og skólabörnum, með- al annars sund, sem öllum börnum er nú skylt að nema. Þeir sjá einnig um undirbúning íþróttamóta .og stjórn keppn- innar. Með þessu móti verður starfið öruggara og hægt að festa við það góða menn. Ungmennasamband Norður-Þing- eyjarsýslu hefir nýlega samþykkt að beita sér fyrir að koma þessari skijrun á þar í sýslu, og er líklegt, að fleiri korni bráðlega á eftir. Þá má geta þess, að Skinfaxi, tímarit U. M. F. I., ílytur ýmislegar leiðbeiningar um íþróttir. Nú er t. d. að birtast þar leiðarvísir um frjálsar íþróttir eftir Þorstein Einarsson íþróttafulltrúa, með glöggum skýringarmyndum. Er lýst

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.