Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1942, Side 14

Skinfaxi - 01.05.1942, Side 14
14 SKINFAXI Hlöðver Sigurösson: Móðurmálsnám. MóSurmálsnámiS er í raun og- veru þríþætt. Þ. e. aS tala, lesa og skrifa máli'ö. Sjálf staíageröin hefir og jafnan veriö talin til móöurmálsins, en er þó aö mjög litlu leyti þáttur þess. Maöur getur veriö mjög vel skrifandi, þótt hann kunni alls ekki að skrifa móöurmál sitt, og skriftarnámið þjálfar einkum listræna hæfileika. Af þessum ástæöum mun eg ekki ræöa hér um skriftina. Vér skulum þá fyrst gera oss ljóst, aö máliö er tæki vort til þess aö tjá þaö, sem vér hugsum. Eigi veit eg hvort menn hafa fyrr notað sýnileg eða heyr- anleg tákn til aö túlka hugsun sína, en vér notum a. m. k. hvorttveggja. Hjá oss er ritmálið eiginlega afsprengi talmálsins og ekki nærri því eins sjálfstætt og t. d. kinverska myndaletrið, þar sem þjóðir, er tala gerólíka tungu, geta notað sama ritmál. Þar er því full ástæða til að halda tryggð við gamla „stafsetningu", þar sem ritmálið er sameiginlegt tjáningar- tæki margra þjóða, sem annars ættu þess engan kost að skilja hver aðra. Til samanburðar er oss hollt aö minnast þess, aö ritmál vort er aðeins sýnilegt tákn talmálsins, en felur ekki í sér neina sérstæða hugsun, er sé óháð því. Ef vér íhugum þetta vel, sjáum vér, að það skiptir reynd- ar ekki eins miklu máli og margir virðast ætla, eftir hvaða reglum orðin eru stafsett, en viröist þó vera seilzt um hurö til loku, að stafsetja helzt í samræmi viö löngu úreltan fram- hurð, sem vér vitum þó ekki nærri alltaf með vissu hvernig var. Vér sjáum þá einnig, að minna gerir til þótt orð séu ekki ávallt stafsett eftir ríkjandi reglum, en ef hlutaðeigandi skilur ekki rétt merkingu þeirra, kann ekki að beygja þau rétt, eða raða þeim í setningar. Með öðrum orðum: skilur ekki þá hugsun, sem í hinu talaða máli felst. Auðvitað þarf aö hafa ákveðnar stafsetningarreglur, og" ætti helzt að ganga eftir þvi, að þeim sé jafnan fylgt i pentuðu máli. En þær reglur eiga að vera einfaldar og auð- lærðar, og þeim ætti sem sjaldnast að breyta. Vandasamar stafsetningarreglur geta að vísu átt nokkurn

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.