Skinfaxi - 01.05.1942, Page 24
24
SKINFAXI
ins er „inni í“ í mjaðmagrindinni. Við skulum aðeins stanza
við þennan hugsaða depil, seni við verðum að hafa vel í liuga,
þegar hreyfihgar líkamans í stökkinu eru athugaðar eðlis-
fræðilega.
Stökk yfir 150 cm. háa rá er ekki lyfting allra hluta lík-
amans um 150 cm. Hin rétta stökkhæð væri mismunurinn
á byrjunarhæð þungamiðjunnar og mestu hæð, sem hún
lyftist í. Þessi athugun sýnir, að lágur maður hefir miklu
lakari aðstöðu en hár maður í hástökki. Allar þær hástökks-
aðferðir, sem notaðar eru í baráttunni um bæðina, byggjast
á því, að lyfta þungamiðjunni sem skemmsta leið yfir rána,
með þvi, að koma likamanum i sem smeygjanlegasta aðstöðu
við rána, — lilið, brjóst eða kviður að ránni, — og smeygja
mjöðmum og sitjanda yfir rána, með því að sveifla, klofa,
fetta, vinda sig eða velta sér.
Það kom þegar i ljóst, með harðnandi hástökkskeppni sein-
asta fjórðungs fyrri aldar, að hástökkið með beinu atrenn-
unni og setstöðunni yfir ránni, var mjög óskynsamleg notk-
ur stökklcraftsins. — Ilétl er að minnast þess hér, að Ósvald-
ur Knudsen í íþróttafélagi Reykjavíkur, stökk leikfimishá-
stökk úti yfir 1.70 m. háa rá. Þetta stökk Ósvalds mun vera
með beztu stökkum, sem til þekkist með ]>eirri aðferð.
A sýnir vanalegt leikfimisstökk. — B. Með þessari aðferð hef-
ur Þjóðverjinn Weinkötz stokkið 1.98 m. og Huhn, sem var
aðeins 1.08 m. hár, stökk með þessu lagi 1.80 m. x þunga-
miðjan, O liðamót, A ráin. Samanburður á hreyfingarlínu
þnngamiðjunnar sýnir hvað átt er við í lesmálinu með óskyn-
samlegri notkun stökkkraftsins.
Áður en við höldum lengra; eg í skýringunum og þú í þjálf-
un þinni, þá skulum við athuga 4 meginatriði: