Skinfaxi - 01.05.1942, Síða 35
SKINFAXI
35
Aðalsteinn Sigmundsson:
íþróttastarfsemi U. M. F. í.
Útvarpserindi.
Ungmennafélag íslands, sem er landssamband ungmenna-
félaganna, var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907, og er
því 35 ára á sumri því, sem nú er a'S hefjast. Stefnu og
starfsemi ungmennafélaganna og sambands þeirra hefir
verið bezt lýst með orðum Guðmundar skálds Guðmunds-
sonar í hinu snjalla hvataljóði hans til ungmennafélaga:
Ungra krafta og gáfna glæðing,
göfgi í hugsun, verki, list,
Islands þjóðar endurfæðing,
ísland frjálst og það sem fyrst.
Sjálfstæði landsins og frelsi þjóðarinnar eru og hafa jafn-
an verið aðalatriði í augum Umf. Rétturinn á sjálfstæði
og þjóðfrelsi byggist á því, að til séu þjóðernisleg sér-
kenni og almenn menning. Þess vegna hafa Umf. allt frá
upphafi leitazt við að hlaða undir þetta tvennt og auka
virðingu fyrir því. — Viðhald þjóðfrelsis og sjálfstæðis
hvílir á einstaklingum þjóðarinnar, einum sér og öllum
saman, þegnlegum þroska þeirra, menntun og staríhæíni,
og því meir á hverjum einstökum, sem þjóðin er fámenn-
ari, Þetta hefir ungmennafélögunum verið ákaflega ljóst
frá fyrstu stundu. Þess vegna hefir öll viðleitni þeirra
miðað að því, að gera félagsmenn sína færa unt að vera
nýtir borgarar í frjáisu íslenzku lýðríki nútíðar og frant-
tíðar. Verk þeirra er og hefir verið „ungra krafta og gáfna
glæðing", fjölþætt og á mörgum sviðum, og rniðar þó
öll að einu rnarki.
íþróttaiðkanir veita mönnum líkamsþjálfun, sem gerir
þá þrekmeiri og starfhæfari og stælir auk þess kjark
þeirra og vilja. Það er því eðlilegt, að íþróttaiðkanir hafi
alla tíð verið gildur og veigamikill þáttur i starfsemi Umf.
Enda hafa þær jafnan verið eitt mikilvirkasta tækið, sem
ungmennafélagar hafa notað í þroskasókn sinni. Hafa Umf.
oft unnið mikið verk og gott í iþróttum, en þó er sókn
þeirra á því sviði síharðnandi hin síðustu ár.
3