Skinfaxi - 01.05.1942, Page 10
10
SKINFAXI
er blátt áfram skylda allra sannra Islendinga, aö gera þann
mikilvæga menningararf vorn, ekki sízt hugsjónaarf vorn,
íslenzka frelsisást og manndómslund, sem ávaxtaríkastan
og manndómsmestan í hérlendu þjóölífi, hvort sem vér
búum í Kanada eða Bandaríkjunum. Það er að vera kyn-
borinn íslendingur í sönnustu merkingu orösins, enda hafa
lönd þau, sem vér eigum borgaralega skuld að gjalda, aldrei
gert til vor jafnmiklar kröfur og þau gera nú, í hinni óvægu
baráttu milli harðstjórnar og lýðstjórnar. Eiga þar við orð
Jóns skálds Magnússonar, úr kvæði hans til fænda vorra
Norðmanna, sem aldrei hafa betur en nú á dögum sýnt
öllum heimi sína styrku hreystilund:
Ef þitt land er sárum sært,
svívirt allt, sem þér var kært,
grípur hug þinn heilög bræði.
Hvað sé fært og ekki fært:
þvílík spurn er óráðs-æði.
Auður þinn og jarðnesk gæði
þokast burt i þagnarval,
þegar frelsið verja skal.
Gestur Guðfinnsson:
VOR.
Það svífur vor yfir sveit á ný,
og sunnan golan er mjúk og hlý,
og fuglarnir þjóta með f jaðragný,
og fegurstu söngvar óma.
En bláhjúpuð fjöllin ber við ský
í bylgjandi tíbrárljóma.
Hver stund er svo sæl, hver dagur svo dýr.
Og draumur hjartans er alltaf nýr.
Það er einhver seiðandi bjarmi, sem býr
yfir bláum og hvítum sundum.
Og æskuna dreymir um ævintýr
í angandi rósalundum.