Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1942, Page 18

Skinfaxi - 01.05.1942, Page 18
18 SKINFAXI lamandi ? — Var þess aS vænta, að nokkur fyndi bærast með sér þá tilfinningu, að vilja vera Islendingur? En hitt var annað, að fyrst hann var fæddur og uppalirin á þessum afskekkta, harðlynda hólma, þá var hann hrein- lega neyddur til þess að vera Islendingur og sætta sig við það hlutskipti. En allt í einu berst djörf og hressandi rödd gegnum drungann og vonleysið: „íslendingar viljum vér allir vera.“ Það þarf ekki að efa, að þessi rödd hefur vakið marga til umhugsunar .um það, að þrátt fyrir allt væri ef til vill gott að vera íslendingur, og að hverjum einum bæri að reyna af fremsta megni að vera s a n n u r Islendingur. En í dag, eftir meira en hundrað ár, — er þá nokkur þörf á þvi, aö minna oss á að vera Islendingar? — Höfum vér til fullnustu lært að meta gildi þjóðernis vors, og erum vér sameinuð um að vernda það ? Höfum vér í því efni „gengið til góðs, götuna fram eftir veg“? Hamingjunni sé lof fyrir, að vér getum sagt, að það höf- um vér gert á ýmsan hátt, þó að enn skorti margt og mikiö á þegnskap vorn og ræktarsemi til móðurlandsins. Ávarp Fjölnismanna var einn hinn fyrsti vekjandi vor- blær, sem leið yfir freðna jörð. En á eftir komti hlýjubylgj- ur, sem vöktu þar gróður ættjarðarástar og' ættjarðar- tyggðar, en það voru ljóðin, sem skáldin helguðu landinu. „Hann, seiii kveða kunni kvæöin ljúfu, þýðu“ — Jónas Hallgrímsson — sendi frá brjósti sínu fyrstu og hlýjustu bylgjuna. „Þið þekkið fold með blíðri brá,“ sagði hann, og þeirri fold helgaði hann ljóðgáfu sína, og raddakliður hennar var alltaf grunntónninn i öllum hans ljóðum, hvort sem hann orti eftirmæli um afþurðasyni hennar eins og Eggert, l'ómas og Bjarna, éða þá hann kvað um lóuna, rjúpuna, hrútinn og tr.yppið, sem var „allt sem hann átti“, systurina með glóbjarta hárið, eða stúlkuna, sem hann harmaði alla daga. Aldrei hefur verið til sannari íslendingur, og enginn hefur heldur verið skyggnari á fegurð landsins, og það er sagt með sanni, að i Hulduljóðum skynjaði hann fyrstur allra það, sem kalla mætti sál landsins og þjóðarinnar. Eftir hann koma síðan skáld, hvert eftir annað, sem slá á strengi ættjarðarástarinnar í hjörtum landsins barna og vekja at- hygli þeirra á fegurð landsins, tign þess og dularmætti. Eggert Ólafsson varð fyrstur til að gefa íslandi líkingar-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.