Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 33
SKINFAXI 33 slær vinstri fæti dálítið beygðuni ura hnéö, hátt upp og aftur fyrir sig, lyftir honum yfir rána og setur hann niður við hlið hægri fótar. MeS þessari stökka'ðferö hleypur stökkmaSur upp af vinstri fæti, á ská að ránni frá vinstri hlið, í stefnu, sem myndar 45° horn við rána. Uppstökksdepill er mjög nærri ránni, — minna en fet frá ránni. Stökkmaður veltur af hæli um táberg upp á tærnar, og hægri fótur heldur áfram upp, eins og hann ælli að taka annað skref, meö þeirri undantekningu, að hon- um er lyfl upp með öflugri og hárri hnélyftu. Hægra hnéð ælti að lyftast í liæð við hökuna. Samtímis hefir spyrria vinstri fótar, ásamt uppsveiflu beggja arma, hafið iíkamann upp á við, —■ og snúið honum dálítið lil vinstri, — þangað til mjaðmirnar eru i ráarliæð. Á sama augnabliki og mjaðmirnar ná í ráarhæð, er hægri armi lyft upp og yfir bolinn (og teygður vel til vinstri). Engri atliygli þarf að beina að vinstri armi, þvi að hann mun veita eðlilega móthæfni. Nú er það tregða snúningshreyfingar alls likamans og hin snögga sveifla hægri handleggs upp og yfir bolinn, sem veld- ur því, að hægri fóileggur kemst yfir rána og snýr eða vindur allan líkamann í lárétta legu á vinstri hlið, brot úr sekúndu, áður en líkaminn er í raun og veru yfir ránni. Næsta viðbragð þarf mikla einbeitingu, þvi að áður en stökkmaður fellur á rána, og einmitt þegar hann er að falla á grúfu niður, er vinstri fæti sparkað kröftuglega upp á við með hælsparki. Fóturinn alveg beinn. Ef þessi vinstri fótar hreyfing er réttilega framkvæmd, mun stökkmaður liggja á grúfu með rána samsíða bolnum. Stökkmaður lætur nú hægri hönd og fót falla, til þess að taka fallið á hægri liliðina. Fettustökk. í þessari stökkaðferð leggur stökkmaður allt í seinustu tvö skrefin og lengir seinasta skrefið, til þess' að veita hægri fætinum meira frjálsræði í stökkinu. Atrennan er í 45° horni á rána, frá hægri hlið fyrir vinstri-stökkmann. Uppstökksstaður er 3 fet, eða rúmlega það, frá ránni. í uppstökkinu stappar hællinn, og líkamsþunginn veltur um táberg á tærnar og fram- og uppsveifla armanna, ásamt upp- sveiflu liægri fótar, lyflir líkamanum. Sveifla liægri fótar verð- ur að vera eins há og mögulegt er. Likaminn hækkar i brattri stöðu, sem myndar 45° horn við rána, og þegar mjaðmir eru 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.