Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 31
SKINFAXI
31
(Stilling likamans við þetta verður eins og við armlyftu og
bolvindu til vinstri með hnélyftu vinstri fótar).
Samhliða beygju og lyftu stökkfótar í veltunni, fylgir rétt-
ing mjaðmarinnar og sitjandinn hnykkist laus frá ránni —
og yfir. Stökkfóturinn smýgur fram, boginn um hnéð en rétt-
ur í öklalið, milli ráar og svóiflufótar í veltunni.
Æfðu þig í veltunni, að teygja vinstri handlegginn til jarð-
ar, yfir ránni, og horfa eftir honum með viðliti, og sláðu
svo hægri handlegg út og fram.
Margur stökkmaður eyðileggur stökkið með því, að halla
vinstri öxlinni að ránni, um leið og hann lyftist.
Báðir armar eiga að lyftast í axlarhæð, bolurinn beinn, og
sveiflufótur að halda sinni fullu hæð, þar til mjaðmirnar eru
i ráarhæð. Meðan stökkmaður spyrnir sér upp í loftið, dreg-
ur hann vinstra hné beygt að brjósti sér, en vinstri liæll nem-
ur við sitjanda. Fólurinn er því beygður um mjöðm og hné
og hægri fótur helzt í svo hárri stöðu, sem mögulegt er að
ná, þegar líkaminn nær ráarhæðinni.
(Atli.: Hné stökkfótar á að vera yfir ránni og hærra en
olnbogi vinstri arms, sjá 4 á mynd af veltustökki.)
Veltan frá hægri til vinstri hefir þegar verið hafin, við
fyrstu sveiflu hægri fótleggs. Vinstri armur og iixl komast
auðveldlega yfir rána, en hægri fótlegg verður að hnykkja
yfir með töluVerðu afli. Þessi hnykk-hreyfing miðar einnig
að þvi, að lyfta vinstri mjöðm upp yfir rána.
Stökkmaður getur nú blátt áfram haldið áfram vellu lík-
amans um lengdaröxulinn frá hægri til vinstri, og látið vinstri
fól og hendurnar falla í sandgryfjuna, meðan hægri hællinn
sveiflast aftur og upp í eðlilegri móthæfni.
Grúfustökk:
í þeim tilgangi, að gera lýsingu þessarar stökkaðferðar
auðvcldari og sýna aðalhreyfingu hennar, er eftirfarandi æf-
ing ágæt, áður en byrjað er að slökkva. (Sjá mynd). Sá, sem
sýnir æfinguna, stekkur upp af vinstri fæti.