Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1944, Page 4

Skinfaxi - 01.12.1944, Page 4
76 SKINFAXI yður, því að enginn minnir mig eins og þér á Tómas sál. Sæmundsson.“ „Hafið heilir mælt þau orð,“ svar- aði Jón. „Engum manni vildi eg fremur líkjast en hón- um.“ Þeir, Jón forseti og Tómas Sæmundsson, voru þre- menningar að frændsemi. En sá skyldleiki nær miklu lengra. Forfeður Jóns Sigurðssonar eru mælir menn islenzkir fram til lians daga og afkomendur lians góðir Islendinga eflir hann og um öll ókomin ár. Ilugsjón Jóns Sigurðssonar gerir hann að þjóðhetju og liin dygga þjónusta hans við hana, og verður því ást vor á honum og virðing siaukin þjóðrækni, en aldrei mann- dýrkun. Ungur vísindamaður hyggur, að þau sæmdarhjónin Sigurður og Þórdís í Manni og konu séu sniðin eftir liús- bændunum liér, foreldrum Jóns Sigurðssonar. Þórdís móðir Jóns var vitur kona og mikilhæf, kvenskörungur. Sira Sigurður fastlyndur stillinga- og tírengskaparmað- ur, án undirhyggju. Af þessu efni er sonurinn. Stórbrotinn hæfileikamað- ur, sem lætur óeigingirni og drengskap stjórna baráttu- aðferðum og markmiði sínu. Vitsmunir og heitur vilji, virðuleiki og einurð, höfðingskapur og hófstilling. Allt fer þetta saman í fari Jóns Sigurðssonar. Þegar Jón var að lýsa þvi, hvernig þingfulltrúar þjóð- arinnar eigi að vera, néfnir hann fyrst, að þeir verði að vera ráðvandir menn. Hann lýsir lífsstarfi sínu og seg- ist hafa hvatt landa sína til að verja rétt sinn með djörf- ung og einurð, en einnig að kannast við skyldu sína og gæta hennar. I fyrsta árgangi Nýrra Félagsrita, þegar Jón er víg- reifastur, talar hann um húsaga. Ilann segir: „Er auð- sætt, að allir kraftarnir verða að vera lausir að nokkru, en bundnir að nokkru. Enginn getur sá gert fullt gagn, sem ekki hefir frelsi til þess, en hætt er einnig við, að sá sem hefir allt frelsi gjöri ekki frelsi annarra liátt und-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.