Skinfaxi - 01.12.1944, Side 14
86
SKINFAXI
af þunga í niðurlagsorð beggja vísuhelminga: glöggv-
inga, þjóðlygi. Þarna eru sex orð, sem vísan er aðallega
gerð utan um, meginlmgsun hennar snýst um inntak
þeirra. Og þessi sex orð voru alls eklci mál liversdags-
manna á timum Egils heldur eru þau mjög sérkenni-
legur hluti af Agli sjálfum, runnin úr andslæðufullri
skapgerð Iians. Ekkert þessara orða er kunnugt fyrir
hans daga né tíðkað mjög af alþýðu eftir það. Orðið
þagmælskur vann sér vinsældir löngu síðar. Ekkert
er líldegra en jiessi sex orð séu nýyrði gerð af Agli,
en þau eru svo samkvæm eðli tungunnar, að liver skýr
maður skilur þau undir eins og hann heyrir.
Egill er fljótur að yrkja um höfðinglynda menn eins
og Arinbjörn, en um féglöggvar smásálir, glöggvinga,
glepst honum mál. Hann talar opinskátt um konung-
leg afrek, en þjóðlygina vill hann þegja steindauða.
Orðgnótt Egils hefur lifað í tungunni lil þessa dags.
Enn er meira að segja óbreyttur fyrirlitningarhreim-
urinn, sem hann gaf orðinu þjóðlygi. Og enn kann
framtið að eiga eftir að nota sér kynlegar andstæður
Egils í orðinu þagmælskur, sem getur þýtt þann, er
með þögn sinni verður mælskur. Á þann hátt einan
vildi Egill heita mælsku sinni gegn þjóðlygi.
Orustukvæði Egils, svo sem Höfuðlausn, og annarra
fornkappa mótuðu tunguna á margan liátt, og mynd-
auðgi þeirra varð ótæmándi auðlegð fyrir seinni tíðar
skáld. Hetjuhugur þeirra kvæða varð það ekki siður.
Til dæmis skal einungis tekinn helmingur snjallrar
visu eftir Þorbjörn Ilrómundarson á Fögruhrekku,
þegar Hrafn kom þar á glugga og boðaði feigð þeirra
feðga. Þorhjörn kvað, áður en bardaginn hófst, um
þennan váveiflega fyrirboða:
Hlakkar hagli stokkinn
hræs er kemr að sævi
(inóðr krefr morgunhráðar)
már valkastar báru.