Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1944, Side 36

Skinfaxi - 01.12.1944, Side 36
108 SKINFAXl andi? Og mætíi þannig lengi telja. VerÖur nú vikið að ein- stökum félögum. Umf. Drengur í Kjós tetur nú 138 fétagsmenn og er fjöl- mennasta félagið utan Reykjavíkur. Gefur út handritað blað, sem nefnist „Hreiðar heimski“. Komu út af því 5 tbl. á árinu. Umf. Reykdæla í Borgarfirði hóf skógrækt á 2ja lia. landi. Tilefnið var gjöf kr. 2000,00, til minningar um látinn ungmenna- félaga, Gunnlaug Briem Einarsson, er gefin var af systkinum hans. Mest af landinu gaf Magnús Jakobsson bóndi á Snældu- beinsstöðum. Bókasafn félagsins telur nú 820 bindi og eru not- endur þess 80. Umf. Snæfell í Stykkishólmi vann að vegagerð á fyrirhug- aðan íþróttavöll. Starfar í flokkum sem áður. T. d. málfunda- flokkur, saumafl. kvenna og skákfl. Árleg keppni er um skák- bikar. Þátttakendur 13. Gufubaðstofa félagsins fullgerð. Umf. Flateyjar, Flatey á Breiðafirði, liéll kvöldvökur i viku- tíma (21.—26. marz) Var öllum velkomið að sækja þær. Umf. Bifröst og Umf. Önundur í Önundarfirði héldu ágóða- samkomu fyrir Héraðsskólann á Núpi. Ágóði kr. 745,00. Mynd- arleg ræktasemi við héraðsskóla sinn. Umf Grettir í Miðfirði hefir lokið við sundlaugarbyggingu i Ásbyrgi, sem er hið myndarlegasta mannvirki. Umf. Staðarhrepps í Skagafirði hefir lokið við samkomuhús- byggingu. Umf. Þorsteinn Svörfuður Svarfaðardal lék sjónleikinn Al- mannarómur eftir Stein Sigurðsson. Ilélt námskeið i fata- saumi. Kennari Ingibjörg Jóhannsdóttir. Nemendur 18.. Barna- deild starfar með 18 félögum. Umf. Dagsbrún Höfðahverfi vinnur að íþróttavallarbyggingu. Á spunavél og sér úm rekstur liennar. Vinnur að slcógrækt. Umf. Æskan á Svalbarðsströnd hélt saumanámskeið. Kenn- ari Sigríður Halldórsdóttir. Barnadeild slarfar innan félagsins. Umf. Glæðir í Fnjóskadal vinnur að undirbi'iningi sundlaug- arbyggingar. Blað félagsins „Nýjar raddir“, kom fjórum sinn- um út. Umf. Einherjar Vopnafirði lék sjónleikinn Karlinn í kass- anum. Vinnur að iþróttavelli. Umf. Hróar í Ilróarstungu vinnur að húsbyggingu. Umf. Fram Hjaltastaðaþinghá vinnur að íþrótlavelli og liús- byggingu. Umf. Austri á Eskifirði rekur námsflokka með góðum árangri. Þátttakendur um 30. Barnadeild starfar í félaginu fyrir börn 12—14 ára. Kennarar barnaskólans leiðbeina.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.