Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1944, Síða 49

Skinfaxi - 01.12.1944, Síða 49
SKINFAXI 121 B. Hopp-snúnings aðferðin. (2. mynd). Mismunur þessarar aðferðar frá stig-snúningnum er eingöngu fólginn í fœrslu líkamans í atrennunni. Samanburður á mynd- um nr. 1 og nr. 2 sýna mismuninn gléggst. Iíastarinn tekur sér stöðu. llœgri fóturinn er þétt við kasthringinn, en sá vinstri 25 til 35 cm. framar, en báðir mynda rétt horn við kaststefn- una. Sá er notar þessa aðferð verður að standa í fæturnar nær hvor öðrum, þvi að maður er i betri hoppaðstöðu þannig en þegar gleiðara er staðið. I framhaldi af seinustu undirbúnings- sveiflunni hoppar kastarinn snögglega af báðum fótum og tekur í loftinu heilaii snúning til vinstri, lendir á báða fætur. Lengd stökksins er venjulega 90—105 cm. Fjarlægðin milli fótanna að loknu stökkinu (í kaststöðunni) er 80—90 cm. Kastið er framið úr þeirri stöðu, sem kastarinn tekúr sér við lúkningu hopp- snúningsins. („Gormboginn“ kastfótur, hliðhallur bolur og kastarmur seilist langt aftur). Úr þessari stöðu beitir kastarinn allri orku, og þunga og eyk- ur á þann hraða, sem náðst hefur í hopp-snúningnum, með kröft- ugri framvindu hægri mjaðmar, réttingu kastfótar bolvindu til vinstri, framsveiflu kastarmsins o. s .frv. Kringíukastarar, sem nota þessa aðferð mega ekki treysta of mikið á hraðann, sem fæst við hopp-snúninginn, jiví sé of mikið í hann lagt, getur það orðið á kostnað fótspyrnunnar. Viðskilnaðurinn er i seilingarfjarlægð út af eða framan við kastöxlina. Stefna kasthæðarinnar um 30°. Hömlunin við beitingu þessarar aðferðar verður að vera enn nákvæmari en i hinni aðferðinni. Hennar þarf frekar með, en í stig-aðferðinni. Fótskiptingin má alls ekki fara fram fyrr en kringlunni hefur verið spyrnt út í loftið. Ef fótskipt- ingin fer of snemma fram þá glatast dýrmætur kraftur frá hægra fæti. Héraðsmótin 1944. Flest ungmennasamböndin héldu héraðsmót á s.l. sUmri. Skip- uðu íþróttirnar þar jafnan öndvegi. Verður hér gefið stutt yfirlit um þau. * Héraðsmót U.M.S. Ivjalarnessþings var háð á Sólvallarhölckum í Mosfellssveit 10. júlí. Formaður sambandsins, Gísli Andrésson Hálsi, setti mótið. Leikstjóri var Stefán Runólfsson Reykjavík. Lúðrasveitin Svanur lék. Kepp- endur voru frá öllum félögum sambandsins, en jiau eru jiessi: 9

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.