Skinfaxi - 01.12.1944, Side 57
SIvINFAXI
129
Stangarstökk: Guttormur Sigurbjörnsson (Samvirkjafél.
Eiðaþinghár) 3,00 m.
Hástökk: Björn Magnússon (Umf. Hróar) 1,70 m.
Þrístökk: Ólafur Ólafsson (Huginn, Seyðisfirði) 13,29 m. -—
sem er ísl. drengjamet.
Kringlukast: Þorvarður Árnason (H., Sf.) 39,85 m. Hann
vann einnig kúluvarpið (12,30 m.).
Spjótkast: Tómas Árnason (II., Sf.) 51,37 m.
100 m. bringusund: Sigþór Lárusson (II., Sf.) 1:29,4 mín.
50 m. sund, frjáls aðferð: Ragnar Magnússon (Umf. Hróar)
30,1 sek.
Umf. Borgarfjarðar og Umf. Austri á Eskifirði kepptu
í knattspyrnu. Borgfirðingar unnu með 7:2.
íþróttafélagið Huginn á Seyðisfirðið vann mótið með 42Vz
stigi. Umf. Hróar hlaut 28)4 stig og Umf. Borgarfjarðar 13 stig.
Af einstaklingum hlutu flest stig: Tómas Árnason og Ólafur
Ólafsson, 14 stig hvor. Næstir urðu Þorvafður Árnason með
12 stig og Guttormur V. Þormar, Björn Magnússon og Björn
Andrésson með 10 stig hver.
Skarphéðinsmótið
var haldið að Þjórsártúni 2. júlí. Sigurður Greipsson, formað-
ur Héraðssambandsins Skarphéðinn, setti mótið með ræðu og
stjórnaði því. Ræðu flutti sr. Árelíus Níelsson, Eyrarbakka, og
lúðrasveitin Svanur lék.
Keppendur í mótinu voru 41 frá 12 ungmennafélögum.
Orslit urðU:
100 m. hlaup: Ólafur Jónsson, Umf. Skeiðamanna, 13,2 sek.
Hann vann einnig langstökkið (6,37 m.).
800 m. hlaup: Þórður Þorgeirsson, Umf. Vaka, 2:1,8 mín.
Hástökk: Árni Guðmundsson, Umf. Samhyggð, 1,61 m.
Þrístökk: Marteinn Friðriksson, Umf. Selfoss, 12,81 m.
Kúluvarp: Sigfús Sigurðsson, Umf. Selfoss, 12,26 m.
Hann vann einnig kringlukastið (31,42 m.) og spjótkastið
(43 m.).
Glíma: Þátttakendur voru 8. Hlutskarpastur varð Einar
Ingimundarson frá Umf. Vöku í Villingaholtshreppi. Lagði
hann alla keppinauta sina og hlaut glímuskjöld Skarphéðins.
Næslur varð Andrés Sighvatsson frá Umf. Samhyggð og lilaut
hann einnig 1. verðlaun í fegurðarglímu.
Umf. Selfoss vann mótið með 25 stigum og hlaut i þriðja
sinn Skarphéðins skjöldinn fyrir frjálsar íþróttir. Umf. Skeiða-
manna hlaut 8 stig og Umf. Hvöt í Grímsnesi 7 stig.