Skinfaxi - 01.12.1944, Qupperneq 66
138
SKINFAXI
Félagsmál.
Heillaóskir færeyskra ungmennafélaga.
Hann 17. júní fékk U.M.F.Í. eftirfarandi kveðju:
Á þessum mesta hátíðisdegi í sögu íslenzku þjóðar-
innar sendum við bróðurþjóðinni hjartans kveðjur
okkar með innilegustu óskum um hamingjuríka fram-
tíð. ísland lifi.
Fyrir hönd Ungmennafélags Færeyja
Pall Patursson, Kirkjubæ.
Stjórn U.M.F.Í. sendi frændþjóðinni þakkir fyrir. kærkomn-
ar heillaóskir.
Fundur sambandsráðs U.M.F.f.
Sambandsráð Ungmennafélags íslands, þ. e. sambandsstjórn
og héraðsstjórar, héldu fund í Reykjavík dagana 24. og 25.
júní. Þar voru þessar ályktanir gerðar:
1. Þrastalundur. Sambandsstjórn falið að athuga möguleika
á endurbyggingu Þrastalundar. Skal bún láta gera uppdrátt,
kostnaðaráætlun og athuga leiðir til fjársöfnunar mcðal ung-
mennafélaga um allt land.
2. Örnefnasöfnun. Samþykkt að ráða Kristján Eldjárn cand-
mag. leiðbeinanda ungmennafélaganna um örnefnasöfnun.
3. Forsetaheitið. Sambandsráðið leit svo á, að forsetabeitið
eigi eingöngu að vera fyrir forseta íslands og alþingisfor-
setana og skorar á öll félög og félagasambönd er notað hafa
þetta heiti á forstöðumönnum sínum að fella það niður.
4. íþróttamálin. Sambandsráðið mótmælir, að gefnu tilefni
og með tilvísun til brautryðjendastarfs Umf. og starfsemi
þeirra fyrr og síðar fyrir íþróttamálin, hverri tilraun til að
skerða þann rétt sambandsins, sem viðurkenndur er með
íþróttalögunum.
5. Landsmótið. Samþykkt að landsmót U.M.F.Í. í íþróttum
verði haldið að Laugum i S.-Þingeyjarsýslu eða öðrum hent-
ugum stað norðanlands vorið 1940. Kosin var nefnd til þess
að taka ákvarðanir um iþróttagreinar og fyrirkomulag móts-
ins fyrir næsta baust. íþróttafulltrúi ríkisins starfar með
nefndinni.
6. Skinfaxi. Skorað var á öll ungmennafélög að vinna ötul-
lega að útbreiðslu Skinfaxa, tímarits U.M.F.Í., en breytingar
á sölufyrirkomulagi hans hafa staðið yfir undanfarið, eins og
Umf. er kunnugt.