Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1947, Side 10

Skinfaxi - 01.11.1947, Side 10
74 SKINFAXI á prófastsheimilinu í Bergen. Þar var mikið bóka- safn inni og myndir á veggjum. A nokkrum þeirra var Noregskonungur, og var með lionum ungur mað- ur í foringjabfmingi, gengu þeir meðfram sveitum liermanna. Ungi maðurinn iiafði átt ])ctta herbergi. Hann var sonur Haugsöens. Frá upphafi stríðsins var hann í mótstöðuhreyfingunni norsku. Einn morg- uninn var hann horfinn að heiman. Ekkert spurðist til hans lengi. Loks komst sú fregn með leynd til foreldranna, oð liann væri orðinn forstöðumaður æf- ingaskóla fyrir norska liermenn vestur á Englandi. Foreldrarnir fengu hann aldrei heim til sín aftur. Herbergið hans var þó ekki autt. Á þessu lieimili ríkti andi hins unga Norðmanns, er fylgir konungi sínum. Þessi andi fyllli herbergið, sem mér var feng- ið til dválar. Mér fannst mér sýndur sérstakur heiður með þessum dvalarstað. Annars varð liinn aldni fað- ir og kona hans að fleiru leyti fyrir barðinu á stríð- inu. Annar sonur þeirra varð að flýja heimili sitt, vegna andstöðunnar við fjandmenn þjóðarinnar, og er hann kom heim í stríðslok liafði heimili lians verið rænt og ruplað öllu nýtilegu, svo að liann og fjölskylda hans varð að byggja það upp að nýju. Dóttir hans var gift austurrískum læknisfræðipró- fessor og urðu þau hjónin mjög liart úti styrjaldarárin. Þetla kvöld var okkur félöguniun l)oðið upp á „Flöien“ fyrir ofan Bergen. Var ég um kyrrt á heim- ili prófastshjónanna þetta kvöld, en liinir þáðu hoðið og hlutu ])eir fyrir leiðsögumenn Svein .Toliannessen, sem minnzt hefur verið á. Varð ferðin þeim til mik- illar skemmtunar og lét dráttartaugin ekki á sig fá, þótt sumir farþeganna væru í þyngra lagi, eins og glímumönnum ber að vera. Gaman höfðu þeir fé- lagar af að sjá íþróttasvæði utan í fjallinu, sem er vandað mjög, og er þaðan að sjálfsögðu mikið og fagurt útsýni.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.