Skinfaxi - 01.11.1947, Page 12
76
SKINFAXI
læi't að skilja, að þeir væru innanborðs i einum og
sama báti. Til marks um það væri, live Norðmenn
skipuðu sér óskiptir um konunginn. Fyrir styrjöld-
ina hefðu kommúnistar ekkert viljað með liann liafa,
en nú væru þeir allra manna ákafastir um fjárfram-
lög til konungs og liirðar hans.
Haugsöen rakti fyrir mér trúmálaskoðanir sínar
og viðhorf sitt til menningar- og þá einkum þjóðernis-
mála. Virtist mér liann vera á svipuðu stigi um
þessa hluti og Magnús heitinn Helgason kennara-
skólastjóri. Haugsöen er fæddur 22. marz 1867 á ey
einni norður af Bergen. 18 ára að aldri missti hann
annað augað af slysförum. Missti kjarkinn. Fór þó
nokkru síðar í lýðháskóla og fann þar sjálfan sig.
Námsferli hans lauk með kandidatsprófi í guðfræði
frá Oslóarháskóla árið 1895. Var hann síðan mennta-
skólakennari i 4 ár. Frá 1899—1903 var liann prest-
ur verkamanna, sem voru að leggja Bergensbrautina.
Var hann þau árin ásamt konu sinni i kofum þeim,
er byggðir voru yfir verkamennina eftir þvi, sem
brautinni miðaði áfram upp yfir fjöllin. Var hann
stundum liætt kominn á ferðum sínum m. a. vegna
snjóflóða. Löngu síðar segist hann hafa hitt aldur-
hnigna verkamenn, er minntust þessara samvista
með ánægju. Næstu árin frá 1903—190? var svo Iiaug-
söen prestur meðal sjómanna. Um það hil og eftir
að Norðmenn skildu við Svía blésu um landið hlýir
vindar þjóðræknisstefnunnar. Ein hugmyndin var, að
prestar yrðu fengnir, er eingöngu prédikuðu á lands-
máli og skyldu þeir ferðast um sérstaklega á vegum
norskra ungmennafélaga. Eftir margar atrennur var
látið undan með þetta og varð Haugsöen annar þess-
ara ferða- eða æskulýðspresta. Var liann siðan á
nær sífelldu ferðalagi um Noreg þveran og endilang-
an öll árin, frá 1907 til 1938. Var hann þá i heiðurs-
skyni gerður að dómprófasti í Niðarósi og var i því