Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1947, Side 17

Skinfaxi - 01.11.1947, Side 17
SKINFAXI 81 Vossskólann. Á leiðinni þangað hittum við íþrótta- kennara skólans Martin Bj. Mölster, mikinn mann að vallarsýn, enda fræg iþróttahetja. Hann var í moldarverki við hústað sinn. Kvaðst hann mundu sækja sýningu okkar um kvöldið. Við staðnæmd- umst við bústað skólastjórans Öysteins Eskeland. Virðulegur maður og hinn ástúðlegasti. Hlutum við hinar heztu viðtökur á lieimili hans og konu lians. Á hljóðfærinu i stofu þeirra voru tvær myndir af frábærlega glæsilegum ungum mönnum. Þetta voru synir Eskelands, sem þá fyrir fáum vikum höfðu farizt í snjóflóði þar í nágrenningu, ásamt fleiri ung- mennum, náskyldum. Við voru því þarna i sorg- arhúsi, en enga æðru var þó að sjá á þeirn hjónum. Eskeland vék talinu þegar að gömlum nemendum sínum, íslenzkum. Hafði liann t. d. kennt þeim Krist- manni Guðmundssyni og Guðmundi Hagalín að rita á norsku. Mjög minntist hann og lilýlega Árna Hall- grímssonar fyrir færni hans að rita norsku. Fleiri íslendinga minntist hann og allra mjög vinsamlega. Tíminn var naumur og var bráðlega haldið niður i bæinn aftur. Var nú snæddur miðdegisverður í liúsi Good-Templara hæjarins. Þótti okkur vel veitt og rausnarlega. Tekið var nú að liða á daginn. Niðri á íþróttavellinum var unnið kappsamlega að smíði glímupalls, en heldur fór veður versnandi og rigndi allmikið. Til fundar við mig kom nú, þar sem ég dvaldi í íþróttaheimilinu E. Bryn, formaðurinn i ungmenna- félaginu i Voss. Hafði orðið að ráði, að ungmenna- félagið og íþróttafélagið í hænum stæðu saman að móttökum okkar. Fræddi nú Bryn mig um ýmis- legt félagsskap sínum viðkomandi. Samvinnan væri ekki mikil með íþrótta- og ungmennafélögunum í Voss, enda um tvenns konar félagsskap að ræða, sem sækir félaga sína allmjög í tvennan stað: Jon Tvilde, 6

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.