Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1947, Page 18

Skinfaxi - 01.11.1947, Page 18
82 SKINFAXI formaðurinn í íþróttafélaginu, kaupmaður; E. Bryn bóndi. Tvilde gat þegar skroppið frá vinnu sinni til þess að taka á móti okkur, en Bryn gat ekki kom- ið fyrr en siðdegis og ærin störf biðu hans heima; gat liann því ekki verið með okkur neitt næsta dag. Bændaheimilin fáliðuð, alltaf annir. Sveitaæskulýð- inn myndi langa til að taka heimboði heiman frá íslandi, en mætti liann gefa sér tíma til þess? Bryn bauð okkur að hafa glímusýninguna i húsi ung- mennafélagsins, ef veður bannaði notkun vallarins. Eins sagði hann, að nú færi fram undirbúningur undir þjóðdansamót, er lialdið yrði í Vossskólan- um næstu daga og bauð hann okkur á eins konar æfingu, er færi fram i samkomuhúsinu eftir sýn- ingu okkar. Ég hef mikinn áhuga fyrir leiksýning- um i skólum og ungmennafélögum og barst talið því næst að þeim hlutum. Benti Bryn mér á, að Nor- egs Ungdomslag gæfi út leikrit til notkunar í ung- mennafélögum og liéti útgáfufélagið Noregs Boklag, Oslo. Ennfremur gæfi Olav Norlis Forlag, Oslo, út „Spelstykke for Ungdomslag“. Ég tók þessar upplýs- ingar til greina og keypti nokkur af þessum leikrit- um og virðast mér þau sum vel til þess fallin, að þau væri þýdd á islenzku og sýnd í íslenzkum ung- mennafélögum. Einnig náði ég mér i bók, sem ung- mennafélagsfrömuðurinn norski Edv. Os hefur gef- ið út og í eru ítai’legar leiðbeiningar fyrir viðvan- inga í leiklist. (Bókin heitir Amatörteatret, 2. útg., Oslo 1946). Hér heima liafa margir áhyggjur af viðhorfi ung- menna- og íþróttafélaga hvorra til annarra. Norð- mönnum fannst fyrirkomulag okkar athyglisvert: .að félögin væru sem mest í báðum samböndunum. Sér- staklega eru ungmennafélögin norsku hér í miklum vanda. Þau eru farin að sjá það, að þjóðdansarnir eru ekki nóg, þau þurfa að taka upp víðtæka iþrótta-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.