Skinfaxi - 01.11.1947, Side 22
86
SKINFAXI
is á járnbrautarstöðina. Koman til Yoss mun aldrei
gleymast neinum okkar, sem voru i þessum í'lokki
og sú mun liafa orðið reyndin flestra eða allra ís-
lendinga, sem sótt hafa heim Voss og Vossverja.
Var nú lialdið með lest og i bil til Norheimsund
í Harðangri. Farið er um fögur héruð og var staldr-
að við á nokkrum stöðum að skoða merka staði
og mannvirki.
Eins og annars staðar tóku ungmenna- og íþrótta-
félög staðarins á móti okkur i Norheimsund. Ann-
ars dvöldum við í æskulýðsskóla i nágrenni bæjar-
ins, á Framnesi, og er skólastjórinn þar, Hans Sand-
voll, áreiðanlega merkur maður. Skóli þessi er sér-
lega glæsilegur og er i undurfögru umhverfi. Kvöld-
ið, sem við vorum þarna, var yndislegt að reika um
skóginn umhverfis skólann og sitja út við Harðang-
ursfjörðinn. Á stríðsárunum var þelta dvalarstaður
hundrað kvenna og barna Norðmanna, sem Þjóð-
verjar fluttu úr landi til ánauðar og -— dauða. Margt
þungt sporið hefur verið stigið á gangvegunum þarna.
margt tárið fellt. — Æskulýðsskólar, eins og sá, sem
er á Franmesi, eru nokkuð frábrugðnir Vossskólan-
um og öðrum slikum. Framnesskólinn er á vegum
innra trúboðsins norska og þvi rekinn meir í kristi-
legum anda og með meiri trúarblæ en lýðháskólarn-
ir. Að sumrinu eru i mörgum skólum i Noregi nám-
skeið fyrir stúlkur í matreiðslu og vefnaði og var
svo á Framnesi.
Sýningin í Norheimsund tókst sæmilega og fór
fram með svipuðum liætti og annars staðar. Söng-
stjórinn okkar Magnús Guðmundsson var nú tekinn
að gerast ánægður með livernig við sungum þjóð-
sönginn, Gunnar Akselsson skýrði glímuna fyrir lönd-
um sínum, skemmtilega, að ógleymdum glímumönn-
unum sjálfum, sem var alltaf að fara fram. Eftir
sýninguna var okkur lialdið samsæti af liálfu æsku-