Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1947, Síða 32

Skinfaxi - 01.11.1947, Síða 32
96 SKINFAXl við allir hinir til sarnans og loks ber að þakka þeim Þor- steini Einarssyni íþróttafull- trúa fyrir afskipti af þessari för og Danícl Ágústínussyni, ritara U.M.F.I., sem sýndi á- liuga fyrir ferðinni. Hópurinn okkar var ekki stór. Það liefði og mátt finna „fínna“ fólk til þess að fara til fundar við Norðmenn, frændur okkar. í veizlu rikisstjórnarinn- ar að Hótel Borg í sumar við upphaf Snorrahátiðarinnar var meira mannval Islendinga saman komið. Hver „forstjórinn“ öðrum meiri. Þar þótti „fínt“ að vera. En einu sinni var þessi hugmynd, að reisa Snorra Sturlusyni minnismerki í Reykholti aðeins hugsjón í brjósti nokkurra fátækra ungmennafélaga úti í Noregi. Fárra og fátækra norskra ungmennafélaga, og ég hef heimildarmann að því, að bæta megi við: og íslenzkra. Þegar ég i sumar bar ritara Snorranefndar A. Skásheim, sem oft hefur verið nefndur hér á undan, kveðju frá okkar gamla og góða félaga, Guðmundi Jónssyni frá Mosdal, svaraði Skásheim: „Já, hann þarf ég að hitta! Þetta er ekki allt okkur að þakka. Snorramyndastyttan er líka Guðmundi Mosdal að þakka og mörgum góðum ungmennafélögum, sem komu út til Noregs og störfuðu þar með okluir að því máli og öðrum.“ Ungmennafélagar! Ég liefi þá trú, að ferð okkar til Noregs í vor og koma Norðmanna til okkar i sumar verði okkur til vakningar og eflingar að vinna íslandi allt! Stefán Runólfsson, form. U.M.F.R.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.