Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1947, Síða 35

Skinfaxi - 01.11.1947, Síða 35
SKINFAXI 99 meiri afskipti af byggingu samkomuliúsa en önnur félög, eru þau fyrst og fremst ásökuð fyrir það, sem miður fer i þessum málum, hvort sem það er með réttu eða röngu. Umf. verða því að láta þessi mál til sín taka. Hér er oft um sáralitinn kostnað að ræða. Mest reynir á smekkvísi og liirðusemi, jafn- framt nokkurri sjálfboðavinnu ungmennafélaganna. Mörg húsin eru verðmæt og hafa orðið félögunum dýr, en nokkur fegrun kostar sáralítið fé, svo bygg- ingarnar verði Umf. samboðnar. Ungmennafélag Islands skorar því á öll Umf., sem samkomuhús eiga, eitt sér eða með öðrum, að taka þessi mál nú þegar föstum tökum og umbæta allt, sem vanhirt kann að vera. I því sambandi gæti ver- ið gagnlegt að svara eftirgreindum spurningum: 1. Er girðing umhverfis samkomuhúsið? 2. Er svæðið innan girðingarinnar skipulagt og plöntur gróðursettar þar? 3. Er vegur að húsinu og gangstéttir meðfram því? 4. Er hreinlegt umhverfis liúsið og engir óviðkom- andi lilutir þar á víð og dreif? 5. Er húsið vel málað og múrliúðað? 6. Er fánastöng á því eða við það, og er lil íslenzk- ur fáni i húsinu? 7. Eru allar rúður heilar? 8. Er húsið málað hið innra og veggir hreinir og ókrotaðir 9. Eru gólfin þvegin eftir hverja notkun? 10. Er húsbúnaði vel við haldið? 11. Eru hreinlætistæki hússins — handlaugar og sal- erni -— í góðu lagi? 12. Eru fullnægjandi hitunartæki í húsinu? Hverl ])að Umf., sem getur svarað þessuni spurn- ingum öllum játandi, á myndarlegt samkomuhús — samboðið störfum þess og ætlunarverki. Að þvi 7*

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.