Skinfaxi - 01.11.1947, Síða 39
SKINFAXI
103
Stjórn Ungmennafélags Islands beinir þeim tilmæl-
um til héraðssambandanna að ræða undirbúning
mótsins á þingum sínum, og atliuga á annan bátt, bver
þátttaka þeirra getur orðið í mótinu. Takmarkið er,
að öll liéraðssamböndin sendi einhverja keppendur
eða iþróttaflokka til mótsins. Þetta getur orðið glæsi-
legasta landsmótið, ef öll samböndin leggja sig frairt
og befja undirbúning strax i vetur.
Örnefnamálið.
Ungmennafélögin eru livött til þess að halda örnefnaskrán-
ingu sinni áfram og hraða verkinu eftir föngum. Leiðarvisir
um skráninguna, sem birtist í Skinfaxa 1945, fœst sérprentaður
hjá U.M.F.Í. Kristján Eldjárn magister veitir og alla aðstoð,
sem óskað er eftir. Honum ber og að senda úrlausnirnar,
þegar þær eru tilbúnar.
fþróttakennslan.
Hún verður með svipuðum liætti i vetur og áður. Verður
nú farið að undirbúa landsinótið á Austurlandi vorið 1949 og
því munu Umf. yfirleitt kappkosta að cfla íþróttastarfsemi
sina, eins og frekast getur orðið á þessum vetri.
Leikritasafnið.
Rannveig Þorsteinsdóttir stud. jur, Mjóuhlíð 10, Reykjavik,
sér um leikritasafn U.M.F.Í., eins og áður. Skulu Umf., sem
óska eftir smærri leikritum snúa sér til hennar með óskir
sínar. Hún hefur skrifað öllum Umf. og sent þeim skrá yfir
þau leikrit, sem til eru í safninu, með nauðsynlegustu upp-
lýsingum um þau.
Minningarsjóður Aðalsteins Sigmundssonar.
Hann nemur nú orðið um kr. 25 þús. Þessar gjafir liafa
sjóðnum borizt nýiega:
Frá N. N. kr. 500.00.
— I. J. — 100.00.
Enn er lieitið á Umf. og aðra að minnast sjóðsins og efla
hann sem mest. Stjórn U.M.F.Í. tekur á móti fjárframlöguin
i liann.