Skinfaxi - 01.11.1947, Qupperneq 65
SKINFAXI
129
til að vekja með þjóðinni þann vorhug, sem knúði fram þann
sterka undirstraum, sem ætíð liaí'ði vakað i þjóðarsálinni,
en aðeins skorti al'l til að hrjóta af sér höndin. Þessir menn
berjast ekki hinni kaldrænu og einhæfu baráttu sérhyggju-
mannsins, þeir skynja þarfir samfélagsins og vinna að þvi,
En sagan sýnir oss ekki alla þá, sem þann veg unnu, og
voru vökumenn yfir þeim verðmætum, sem þjóðin má sizt
án vera. Það er ástin til landsins, umhyggjan i'yrir hag lieild-
arinnar og trúin á frelsið, sem eitt al' æðstu verðmætum lifs-
ins, sem knýr þetta fólk til starfa. Og þegar vér hyllum
þessar lietjur dagsins, sem vér litum í Jjósi sögunnar, þá má
engum sjást yfir það, að sá nafnlausi fjöldi, sem sagan hvergi
getur, hefur ef til vill spunnið snarasta þáttinn í þróunar-
sögu þjjóðarinnar og á að skipa verðugan sess i hugarlieimi
hverrar kynslóðar.
„Og sleimlaus elja hins einfalda manns
1 annríki fábreyttra daga,
hinn græðandi varmi i handtökum hans
jafn heilnæmur afdal sem skaga.
Iiið þögula lífsstríð án frægðar og fjár
i forsælu réttar og laga.
Ilin dauðtrygga varðstaða ár eftir ár
er ókunna hermannsins saga.“
Þetta fólk liefir lifað og starfað um aldir. Það lief-
ur þolað liungur, harðrétti og hverskyns áþján, en barist þó
og haldið uppi lífi kynslóðanna. Það hvilir nú undir köldum
og nafnlausum gröfum. Hin fábreyttu störf varpa ekki yfir
líf þess neinum ævintýraljóma, en þau eru unnin af trú-
mennsku og alúð. Kaldur veruleikinn hefur safnað þvi sjáld-
ur i auga og sigg í lófa, ósigur þess er engin söguleg nýj-
ung, sem greypt er á spjöldin. En upp af dufti þess vaxa
rósir sem gleðja augu þeirrar kynslóðar, sem litið veit um
tilveru þess. Þessi sögulegu verk mega ekki gleymast á þess-
um frelsis og fagnaðardegi, þau verða að vera ljós þeirri
æsku, sem landið á að erfa, þvi hennar hlutverk er það, að
byggja þann veg upp hið unga íslenzka lýðveldi, að slík ör-
lög sem þau er sjö alda sorti l)jó íslenzkri alþýðu, biði engr-
ar íslenzkrar kynslóðar um ókomna framtið.
„Mundu, íslenzk æska,
enn er margt að vinna,
stærstu störfin bíða
styrkra lianda þinna.
9