Skinfaxi - 01.11.1947, Qupperneq 78
142
SKINFAXI
iö 1949. Þá telur fundurinn sjálfsagt að taka boði færeyskra
ungmennafélaga, að senda mann til þeirra, til kynningar og
aukinnar samvinnu."
Mikill áhugi ríkti á fundinum fyrir auknum áhrifum og við-
gangi ungmennafélaganna. Fundurinn var haldinn i Breið-
firðingabúð. Hann liófst kl. 5 siðdegis, þann 4. okt. en lauk
kl. 6 siðdegis þann 5. okt. Fyrir hádegi þann dag störfuðu tvær
nefndir, sem undirbjuggu samþykktir fundarins: Landsmóts-
nefnd og starfsmálanefnd. Fundinum stjórnaði sr. Eiríkur J.
Eiríksson, sambandsstjóri U.M.F.Í. Umræðnr urðu miklar um
málefni fundarins.
Sambandsráðsfundur þessi, sem og hinir fyrri, var liinn
ánægjulegasti og áreiðanlega mjög gagnlegur fyrir starfsemi
U.M.F.f. Skortir það einungis á, að allir liéraðsstjórarnir 16,
geti komið því við að sækja fundina.
D. Á.
B æ k u r.
Athöfn og uppeldi.
Hlaðbúð liefur gefið út þessa bók, eftir dr. Matthias Jónas-
son uppeldisfræðing. Margir munu lcannast við bók þessa og
efni hennar af háskólafyrirlestrum höfundar, sem mikla at-
hygli vöktu.
Atliöfn og uppeldi er skipt í 15 kafla, sem heita: Hvað
getum við gert fyrir börnin okkar? Sálræn þróun barnsins.
Barnabrek og skaplcstir. Ósannsögli barna. Einþykkni og
þrjóska. Vilji og viðfangsefni. Hlýðni og frjálsræði. Æskan og
trúarbrögðin. Uppeldi og hegning. Leikir og störf. Um svefn-
þörf barna og tómstundir foreldra. Samvistir barna. Sam-
vinnumöguleikar heimilis og skóla. Þegar kynhvötin vaknar.
Uppeldi og stjórnmál.
Af heiti kaflanna má nokkuð ráða, hvert efni bókarinnar
er. Hún er fyrst og fremst alþýðlegt fræðirit um eitt mesta
vandamál allra foreldra, samin á mörgum árum af mikilli vand-
virkni og eftir fjölþættar og ítarlegar rannsóknir liöfundar.
Aðalniðurstöður lians varðandi uppeldið eru þessar: „List
uppeldisins er í þvi fólgin, að sjá barninu fyrir hæfilegum
viðfangsefnum og fá það til að snúast þannig við þeim, sem
þau væru þess e;gin.“ Mikill fengur er að þessari merku
l)ók og þyrfti hún að vera í eigu allra, sem uppeldi annast.
D. Á.