Skinfaxi - 01.11.1947, Qupperneq 80
144
SKINFAXl
Laugum á landsmóti U.M.F.Í. eftir Þórarin Sveinsson. —
Ritstjórinn skrifar um ýmis efni. Mörg kvæði eru í ritinu.
Þá eru í þvi greinar og molar um margs konar menningarstörf
á Austurlandi. Snæfell er að sjálfsögSu fyrst og fremst fjórð-
ungsrit, og íþróttirnar skipa þar fyrirrúmið, en ritið á eigi
að síður erindi til annarra en Austfirðinga, og þá ekki sízt
ungmennafélaga. Snæfell er prentað í Prentsmiðju Austurlands
á Seyðisfirði. Ritstjóri er Ármann Halldórsson, kennari á
Eiðum.
Skinfaxi
heitir á alla ungmennafélaga, og þá sérstaklega formenn
liéraðssambanda og einstakra félaga, að senda ritinu ýmsar
fréttir af starfinu. Þurfa það að sjálfsögðu ekki að vcra
langar ritgerðir. Skal t. d. á það bent, að jafnan eiga ýmis
félög út um allt land merk afmæli. Væri þá tilvalið að
minnast þeirra með eins eða tveggja blaðsíðna grein í Skin-
faxa, geta þar hélztu forvígismanna, benda á beztu störfin,
og þá e. t. v. það, sem miður fór, ef af þvi má nokkuð
læra. Sérstaklega eru myndir úr ferðalögum ungmennafé-
laga eða frá störfum þeirra mjög kærkomnar ritinu. Á eng-
inn ungmennafélagi góða mynd af gróðursetningu trjáplantna?
Allt þess háttar getur orðið til þess, að Skinfaxi verði enn
betri tengiliður milli liinna einstölui féiaga víðsvegar á land-
inu, en það er ósk okkar allra, að svo megi vcrða.
Ritstj.
Útgefandi: Sambandsstjórn Ungmennafélaga íslands.
Pósthólf 406 — Reykjavík
Ritstjóri: Stefán Júlíusson,
Brekkugötu 22, Hafnarfirði.
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.