Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1949, Page 2

Skinfaxi - 01.04.1949, Page 2
2 SKINFAXI Gerði lianii blaðið að skeleggu vopni i höndum sér, enda voru þá mikil umbrot í þjóðiífinu, og hann sjálfur haráttumaður, eins og síðar kom fram. Var liann rit- stjóri um sjö ára skeið. Árið 1918 tók Jón Kjartans- son við ritstjórninni, en liann hætli árið öftir, og varð Ólafur Kjartansson þá ritstjóri. Helgi Valtýsson kom enn að ritinu árið 1921. Næstu tvö árin er sambands- stjórnin talin ritstjórn, en enginn sérstakur ritstjóri. Þá voru í sambandsstjórninni þeir Guðmundur Dav- íðsson, Guðmundur Jónsson og Magnús Stefánsson. Árið 1923 varð Gunnlaugur Björnsson ritstjóri Skin- faxa, en liann var þá starfsmaður sambandsins. í hans ritstjórnartíð, eða árið 1925 breytti Skinfaxi um form og var gerður að tímariti eins og nú er, en þó kom hann fyrst út ársfjórðungslega. í september árið 192S fluttist Skin'faxi til Vestfjarða og var gefinn þar út um tveggja ára skeið. Ritstjóri var Björn Guðmunds- son kennari á Núpi, en til aðstoðar honum var Guð- mundur frá Mosdal. Árið 1930 tók Aðalsteinn Sig- mundsson við ritinu, og var liann ritstjóri i 10 ár. Þá tók Eiríkur J. Eiríksson við ritstjórninni, en vegna fjarlægðar hans sá ritari U.M.F.Í., Daníel Ágústínus- son, oft um prentnn ritsins. Núverandi ritstjóri tók við í ársbyrjun 1945. Skinfaxi hefur alltaf verið prentaður í Félagsprent- smiðjunni, nema tvö fyrstu árin var hann ýmist prent- aður í Hafnarfirði eða i prentsmiðju D. Östlunds í Rvk, og þau tæpu tvii ár, sem hann var gefinn út fyr- ir vestan, var hann prentaður í Prentsmiðju Veslur- lands á Isafirði. III. Skinfaxi hefur jafnan haft tvenns konar hlutverki að gegna. Annars vegar hefur hann verið tengiliður milli hinna dreifðu ungmennafélaga víðs vegar á landinu. Hann liefur flutt fréttir af félagsstarfinu, birt

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.