Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1949, Page 4

Skinfaxi - 01.04.1949, Page 4
4 SKINFAXI FiiBiiskn iingmeniiafélögiii. i. Erindi cr formaður Ungmennasambands Finnlands, Arvo Inkila, flutti á æskulýðsvikunni i Krogerup 13. júní 1948 um finnsk æskulýðsvandamál. í Finnlandi var i ár hinn 13. mai haldin þjóðleg minningarhátíð. Hundrað ár voru liðin síðan ljóð Runebergs „Várt land“ var sungið við vorliátið stúd- enta undir lagi Pacíusar. Ljóð sem er sprottið af djúpri ást til hinnar finnsku þjóðar og lands hreif þá þegar allan landslýðinn. Fredrik Cygnaeus, sem var einn mesti ræðumaður samtiðar sinnar, lét i ljós með orð- um sínum þær tilfinningar, sem hærðust i allra hjört- um. Þessi atburður liafði mikla þýðingu að móta við- liorf menntamannanna, styrkti þjóðerniskenndina og gerði menn bjartsýna á framtíðina. Menn hristu af sér vonleysið, sem hafði um langt skeið hvilt yfir mönnum frá því er sambandið við Svíþjóð var rofið 1809 og aðstaða okkar til Rússlands var óviss og ugg- vænlcg. Mönnum varð Ijóst, að í Finnlandi áttu menn heima, myndin skýrðist af landinu, þar sem „lentum vér við lífsins sand“, og við gátum sagt um með skáldinu: „Vort land er liér, með lán og þraut, svo Ijúft, svo hollt, svo vært; hver forlög, sem oss falla í skaut; sitt fósturland þó hver vor hlaut; og livað er sælla? hvað er 'fært að hafa’ eins dýrt og kært?“ I hátiðarræðu þeirri, er flutt var nú á aldarafmæl- inu, var á það lögð áherzla, að þjóðerniskenndin, sem gagntók menntamennina árið 1848, liefði nú á lið- inni öld rótfestst í hjörtum almennings og væri svo

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.