Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1949, Page 27

Skinfaxi - 01.04.1949, Page 27
SKINFAXI 27 t»reylni í dansi og bönnuðu liann jafnvel alveg. Einu heimildirnar, sem áreiðanlegar mega teljast frá ])ess- ura tíma, eru skráðar í sögu kirkjunnar. Þar er getið um dansa, sem dansaðir voru í kirkjunum eftir lof- söngvum. Síðar þróuðust þessir dansar áfram, og er álitið, að sjónleikir um kirkjulegt efni og kraftaverka- leikrit séu sprottin frá kirkjudönsunum. Allt bendir til þess að þrátt fyrir bann kirkjunnar bafi almenning- ur dansað áfram sína fornu dansa, t. d. til tryggingar góðri uppskeru á gamlan og öruggan bátt. Það má því álíta, að þrátt fyrir lagafyrirmæli og bann hafi þjóðdansar ætíð lifað meðal fólksins. Eftir þvi, sem nær dregur nútíðinni, eru heimildir gleggri og munu þjóðdansar siðari lxluta miðalda ha'fa verið svipaðir þeim dönsum, sem nú finnast viða á meginlandi Evrópu. Meðal einstakra þjóða eða þjóð- flokka hafa dansarnir þróazt án mikilla utanaðkom- andi áhrifa og má líta á ]iá sem séreinkenni þjóðar- innar. Þessa dansa mætti kalla þjóðardansa (sbr. þjóðariþrótt) til aðgreiningar frá þjóðdönsum. Sem dæmi um þjóðardansa má nefna færeysku dansana, scm skottísar, polkar og erlendir þjóðdansar hafa ekki bitið á. Yfirleitt hafa þjóðdansar verið fremur óstöðugir í rásinni og er það mjög eðlilegt, þar sem ferðamenn kynnast nýjum dönsum á ferðalögum sínum, og flytja síðan dansana eða áhrif frá þeirn til sins eigin lands. Mörg dæmi má nefna þessu til sönnunar en hér skal aðeins minnzt á eitt. Varsovienna nefnist dans, sem nú er dansaður viða í Evrópu og Ameríku. Þessi dans hefur verið talinn sænskur að uppruna, en sérfróðir menn deila um, hvort hann sé upprunalega pólskur eða franskur. .Tafnvel þótt þýðing þjóðdansanna sé löngu gleymd og grafin, eru dansarnir dansaðir áfram kynslóð fram af kynslóð, oftast vegna ánægjunnar, sem fclsl i hreyf-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.