Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1949, Page 29

Skinfaxi - 01.04.1949, Page 29
SKINFAXI 29 «g aftur milli þess, sem þeir imeigðu sig með miklum 'virðuleik. Flestir dansarnir gáfu dönsurunum tæki- íæri lil að sýna hin íburðarmiklu föt sín. Konurnar ’voru umkringdar hinum fögru viðu pilsum, en að öðru leyti var tíguleikanum að mestu haldið uppi Jneð „lífstykkjum“ sem takmörkuðu mjög hreyfingar KVennanna. Hreyfingar karlmannanna voru prýddar armhreyfingum, sem sérstaldega miðuðu að því að sýna pífur, blúndur og ganeringar, sem prýddu ermar á fotum „kaveleranna". Hirðdansarnir voru nolckuð mismunandi að gerð. Margir voru mjög hægir, svo sem Pavane (spánskur að uppruna), Allemande (þýzkur), Sarabande (spánskur) , Passecalia og Menuet. Aðrir voru nokkuð hraðir og má sérstaklega nefna Galliard Gavottc og Gigue. Auk Jiessara dansa voru nokkrir fleiri dansar algengir meðal hirðanna. Einn franskur dans frá þessum tíma komst ekki í hirð-danssalina, en það var Bouree. Á dans þennan var litið líkt og nútíminn lít- úr á jitterbug— sem heldur villtan dans fyrir virðu- legar samkomur. Hirðdansarnir hárust frá einni hirð til annarrar, en 'voru lítt dansaðir af öðrum en aðlinum. Oftast voru dansarnir flokkaðir í hópa, en algengasta röðin -— Suite —var hægur Allemande dans, hraður dans, liæg- úr dans og liraður dans. Þótt dansarnir væru ótvírætt sprottnir frá þjóðdönsunum, fordæmdu hirðdans- úieistararnir dans almúgans, þjóðdansana. Tónsnillingar þessa tíma sömdu lög fyrir dansana, ■sem annaðhvort voru sungin eða leikin fyrir dans- inum. Út frá þessari hirðdansmúsík þróuðust alkunn músík-form, eða stef og tilbrigði og sónötu-form. Jafnframt því sem hirðir hinna ýmsu landa skemmtu sér við þátttöku i hirðdönsum, hófst þróun sýniiigar- dansins eða leiklnisdans, ballet. Ballet var fyrst i stað sambland af skrautsýningum, upplestri eða ræðum

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.