Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1949, Síða 32

Skinfaxi - 01.04.1949, Síða 32
32 SKÍNFAXI oCúkuíl -J'sriitii tianáóon . Gifta íslenzkrai* þjóðar. Ræða sú, sem fer hér á eftir, var flutt i Keflavík 30. jan. síðastl., á fundi, sem Þjóð- varnarf élagið efndi til. Hún er birt hér sam- kvæmt ósk ritstjóra Skinfaxa. Saga íslenzkrar þjóðar er merkileg um margt, sér- kennileg og lærdómsrík. Þess vegna er hverjum ís- lendingi liollt og nauðsynlegt að skyggnast um á hlöð- um hennar. Þar endurspeglast líf þeirra manna og kvenna, sem vér eigum tilveru vora að þakka. Þar kennurn vér glóð í brjósti snauðrar og hrjáðrar þjóð- ar, glóð, sem aldrei kulnaði að fullu, hversu sem í móti hlés. Þar skynjum vér þrályndi og seiglu land- ans, sem mótast ha'fði af langri nauð og mikilli. Við sjónum vorum hlasir dökkvi, húmþekja sögunnar, þegar ekki mátti í millum sjá, hvort islenzk þjóð fengi borgið lífi sínu eða ekki. En í hrjósti hennar lifði glóðin, og undir húmþekju umkomuleysis urðu til sí- gihl listaverk á heimsmælikvarða. Fram til þessa hafa þau reynzt drýgst á metum til þess að sanna umheim- inum, að á þessum einmana hólma hafi húið og húi þjóð, sein alið hafi óumdeilda menningu, varðveitt lykil að norrænni tungu og þar með viðlialdið sér- stöku þjóðerni. Um síðustu aldamót sagði orðsnjall íslendingur, að í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar hefði Eggert Ólafs- son verið dagsbrúnin, Jónas Hallgrímsson og Fjöln- ismenn morgunroðinn, en Jón Sigurðsson sólin sjálf. Vísl er það, að aldrei verður skuld vor við þessa látnu landa vora að fullu greidd, en þótt Jón Sig- urðsson væri lilíf og skjöldur þessarar þjóðar, meðan liann var og hét. megum vér aldrei gleyma þvi, að al-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.