Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 8
Náttúrufræðingurinn 6. mynd. Þýfður klófífuflói með fjalldrapa er útbreitt gróðurlendi á Mýrum. Stór flæmi af þessu landi brunnu íMýraeldum. Myndir teknar á svæðinu 1. apríl 2007 af óbrunnu (a) og brunnu landi (b). - The Mýrar area is characterized by sedges and shrubs, and numerous lakes and ponds. Ljósm./Photos: Guðmundur Guðjónsson. samtals 39 km2. Klófífuflóinn er ein- kennandi fyrir stór svæði á Mýrum og sunnanverðu Snæfellsnesi en er fremur sjaldgæfur annars staðar á landinu. Fífuflóarnir á Mýrum eru fremur ófrjóir, en það takmark- ar gróðursprettu. Klófífa sem er einkennistegund þeirra er blaðlöng en gisin þar sem hún vex innan um kvistlag af fjalldrapa, bláberjalyngi og krækilyngi.6 Það loftar því vel um gróðurlagið og kann það að skýra hversu hratt eldarnir breidd- ust út. 26. júní, 1956; munnl. upplýsingar: Hákon Gunnarsson, bóndi í Árbót). Hvass suðvestanvindur var þegar eldurinn kom upp, en á norðanverðu landinu fylgja þurrkar suðlægum áttum.1 Mýraeldar 2006 Mýrar eru láglendissvæði við norðaustanverðan Faxaflóa milli Borgarfjarðar og Haffjarðar. Eins og víðast á vesturhluta landsins er berggrunnur þar gamall og þéttur. Flatlent er á Mýrum, landi hallar fram til sjávar frá fjöllum að baki. Klettaásar með suðvestur-norð- austur stefnu setja svip á landið en á milli þeirra eru mýrasund og víðáttumiklir flóar með fjölda tjarna og vatna. Samkvæmt veður- athugunum frá Hvanneyri, sem er skammt austan Mýra, var meðal- árshiti á svæðinu 3,3°C en meðal- ársúrkoma um 930 mm tímabilið 1964-1993 (Veðurstofa íslands). Frá þeim tíma hefur loftslag farið hlýnandi og ársmeðalhiti líklega hækkað um nálægt 1°C. Þótt ekki sé ýkja úrkomusamt á Mýrum er þar mjög votlent. Það má líklega rekja til hins þétta berggrunns á svæðinu en einnig kann grunn- vatnsstreymi frá fjalllendi að baki að eiga hlut að máli. Fjöldi sveita- bæja og vatna er á Mýrum. Þeir bæir og vötn sem koma við sögu í lýsingu á útbreiðslu eldanna eru sýnd á 4. mynd, auk brunasvæðis- ins. Gróður á Mýrum Mýrar einkennast af mosarík- um votlendisgróðri með fjölda vatna og tjarna (5. og 6. mynd). Gróðurkortlagning og gervitungla- myndir af svæðinu sýna að það land sem eldarnir fóru um var um 73 km2 að flatarmáli og eru þá vötn og tjarnir talin með. Flói er lang- víðáttumesta gróðurlendið á svæð- inu og þekur samtals 48 km2, en gróðurlendið mýri, sem er heldur þurrara en flóinn, er 13 km2 að flat- armáli. Vötn og tjarnir eru rúmlega 5 km2. Önnur gróðurlendi og land- gerðir eru lítil í samanburði við vot- lendið. Það voru hinir víðáttumiklu flóar og mýrar á svæðinu, alls 61 km2 að flatarmáli, sem eldarnir geisuðu mest á. Langútbreiddasta gróðursamfélagið á brunasvæðinu var þýfður klófífuflói með bláberja- lyngi, fjalldrapa og krækilyngi,2 Aðdragandi Mýraelda Fyrir eldana á Mýrum hafði ekki mælst úrkoma í tíu daga frá 19. mars og þar höfðu ríkt kaldir norðlægir vindar, eins og fram kemur í gögnum Veðurstofu íslands frá Stafholtsey (7. mynd). Þennan tíma var vindhraði almennt nokkuð mikill, um 10 m/s og hitastigið við eða undir frost- marki. Ekki mældist úrkoma aftur á Mýrum fyrr en 3. apríl. Framvinda Mýraelda Með því að spyrða saman upplýs- ingar frá þeim sem börðust við eldana á jörðu niðri og þær upplýs- ingar sem við fáum um útbreiðslu þeirra frá gervitunglunum hafa verið unnin kort sem sýna í grófum dráttum útbreiðslu eldanna á mis- munandi tímum (8. mynd). Ákafi og útbreiðsla eldanna fellur vel saman við vindátt og vindstyrk á svæðinu (9. mynd). Árið 2006 7. mynd. Vindhraði og mesti vindhraði (m/s) í Fiflholti og úrkoma (mm) í Staflioltsey frá 17. rnars til 5. apnl 2006. Gögn frá Veðurstofu íslands. - Wind speed and maximum wind speed (m/s) at Fíflholt and precipitation (mm) at Staflwltsey, from Mars 17 to April 5, 2006. Data from the lcelandic Meteorological Office. 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.