Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 36
Náttúrufræðingurinn ÁHRIF HLÝNANDI LOFTSLAGS Þeim áhrifum á gróður sem við getum átt von á með hlýnandi lofts- lagi má skipta í tvennt: Annars vegar er aukinn vöxtur og þroski plantn- anna, aukin blómgun og fræmynd- un vissra tegunda og aukinn árs- vöxtur trjáa. Slíkar breytingar geta strax komið fram, jafnvel á einu eða fáum hlýjum árum. Þær hafa eirtnig komið fram áður þegar umtalsverð, tímabundin hlýnun hefur orðið, t.d. á hlýindaskeiðinu sem var á árunum 1930-40 (2. mynd). Hins vegar geta svo komið til hægfara breytingar á hæðarmörkum plantna, aukning eða samdráttur í útbreiðslu þeirra, landnám nýrra tegunda eða útdauði annarra sem verða undir í samkeppni við tegundir sem svara hlýnun með stórauknum vexti. Þessar breytingar taka hins vegar miklu lengri tíma og mælast vart nema eftir samfellt tímabil margra hlýrra ára. Með þeirri þekkingu sem við höfum á núverandi útbreiðslu plantna á íslandi, og hvernig ýmsir þættir loftslags móta hana, má nokkuð ráða í þær breytingar sem líklegar geta talist við hlýnun lofts- lags. Hverjar breytingarnar svo raunverulega verða ræðst mjög af því hvers eðlis loftslagsbreytingar- nar verða og þar geta ýmsir ófyrir- séðir þættir spilað inn í. Því getur reynslan ein fært okkur heim sanninn um hverjar afleiðingarnar raunverulega verða. Ég vil þó koma hér með nokkrar ábendingar um það hvers gæti verið að vænta. 1. Háfjallategundir færa sig ofar til fjalla eða hverfa. Slíkt gæti gerst með fjallabláklukku, hreisturstein- brjót, finnungsstör, snækobba, fjallavorblóm og fleiri tegundir. 2. Hækkun efri hæðarmarka lág- lendistegunda, þ.e. þær færa sig lengra upp eftir hlíðunum en áður var. 3. Snjódældaplöntur gætu horfið af láglendi á snjóþungum svæðum vegna þess að þær skortir vernd í vetrarnæðingnum vegna snjó- leysis. Slíkt gæti gerst með grá- mullu, fjallasmára, skjaldburkna, litunarjafna, skollakamb og jafn- vel aðalbláberjalyng. 4. Snjódældaplöntur gætu einnig aukið útbreiðslu sína á lág- lendi, fyrir þá sök að þær verði ekki lengur vemdarþurfi vegna mildara vetrarloftslags eða auldns skóglendis. 5. Innlendar, hitakærar jurtir mundu hugsanlega færa útbreiðslu sína til norðurs, t.d. selgresi, stúfa, klappa- dúnurt, skriðuhnoðri og fleiri teg- undir. 6. Erlendar, hitakærar jurtir gætu numið land og breiðst út um landið. 7. Sjávarfitjaplöntur mundu færa útbreiðslu sína lengra inn í landið við hækkandi sjávarstöðu. Þessi dæmi gefa vissa hugmynd um það hversu margvíslegra gróður- breytinga gæti verið að vænta, og er þetta þó engan veginn tæmandi listi. VÖKTUN VÁLISTAPLANTNA Vöktun válistaplantna er eitt þeirra verkefna sem unnið hefur verið að á Náttúmfræðistofnun síðustu árin, að hluta í samstarfi við grasagarðana í Laugardal og á Akureyri. Markmið vöktunar er meðal annars að afla þeirra gagna um þessar og aðrar sjaldgæfar plöntur sem nauðsynleg eru til að meta stöðu þeirra á válista og fylgjast með breytingum sem verða á útbreiðslu þeirra. Verkið felst í því að staðsetja plönturnar, kanna þéttleika þeirra og stærð vaxtarsvæð- anna og síðan, með allmargra ára millibili, að fylgjast með því hvort útbreiðsla þeirra eykst eða dregst saman. Einnig hefur sýnum verið safnað til að rækta megi plöntur- nar og varðveita erfðaefni þeirra í grasagörðunum. Nánar er greint frá niðurstöðum þessara rannsókna í Fjölriti Náttúrufræðistofnunar.2 Ártal 2. mynd. Línurit yfir ársmeðalhita í Stykkishólmi 1835-2005. Tekið er saman 5 ára meðaltal fyrir annað hvert ár til að jafiw út árlegar sveiflur. Hlýindatímabilið 1930-1950 kemur skýrt fram, og þótt núverandi hlýskeið sé komið íhærri topp er það enn svo skammvinnt að þess er tæplega að vænta að áhrifá gróður séu orðin meiri en var um miðja síðustu öld. 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.