Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags með gervitunglagögnum útbreiðslu elda á jörðinni og dæmi um það er kort fyrir árið 2005 (2. mynd) sem sýnir hvar elda varð vart innan 1 km2 reita árið 2005. Hafa ber í huga að einungis þarf lítið brot (innan við 1%) af hverjum reit að loga til að hann verði merktur. Gróðureldar eru víða algeng nátt- úrufyrirbæri og oft nauðsynlegur hluti af lífsferli plantna og fram- vindu vistkerfa.1 Eldar eyða upp- safnaðri sinu og trjágróðri og valda röskun á gróðri og dýralífi. í kjölfar þeirra verður endurnýjun plöntu- og dýrastofna og geta eldar átt þátt í að viðhalda meiri fjölbreytni í lífríki innan svæða. Fræ sumra tegunda plantna þurfa elda til að spíra.13 Fræplöntur og teinungar vaxa oft vel eftir elda þar eð birta er næg og samkeppni um ljós lítil. Aska á brunnu landi er steinefnarík og getur það aukið frjósemi jarðvegs til skamms tíma litið. Algengast er að náttúrulegir eldar kvikni við eldingar. Einnig kvikna eldar af mannavöldum, af slysni eða ásetningi til að skapa rjóður í skóg- um, viðhalda ákveðnu ástandi lands eða undirbúa það fyrir ræktun. Þekkt dæmi um elda sem kveiktir eru af ásetningi eru brunar á kjör- lendi lyngrjúpunnar í Skotlandi þar sem beitilyngsheiðar eru brenndar á um tíu ára fresti. Eftir brunann eykst nývöxtur hjá lynginu og beitilandið batnar fyrir rjúpuna.14,15,16 í suðvesturríkjum Bandarfkjanna eru dæmi um að skógareldar hafi farið yfir sömu svæðin með 10-20 ára millibili síðustu aldirnar en þá má rekja bæði til eldinga og aðgerða manna.17 í Kanada eru víðáttumiklir skógar. Þar kvikna árlega um 9.000 skógareldar og brenna að jafnaði um 25.000 km2 skóga. Tveir þriðju þessara elda eru af mannavöldum, en þriðjungur kviknar við eldingar. Stærstu eldarnir verða á afskekkt- um svæðum og eru þeir flestir af völdum eldinga.18 Gróðureldar hafa verið kortlagðir og skráðir í nær heila öld í Bresku-Kólumbíu í Kanada. í mestu eldum sem orðið hafa í fylkinu á þessum tíma brunnu um 2.860 km2 skóglendis af hvít- greni og svartgreni árið 1958 og aðrir stóreldar hafa farið yfir 360-690 km2 skóglendis.19 í kjölfar rannsókna á viðarkola- leifum í mólögum í skógivöxnum mýrum í suðausturhluta Noregs var áætlað að tíðni stórra skógarelda hafi verið tæp 500 ár á nútíma20 og samkvæmt því hafa náttúrulegir eldar þar verið fremur sjaldgæfir atburðir miðað við það sem er í Norður-Ameríku. Árið 1999 varð mikill skógareldur á Tyresta-náttúruverndarsvæðinu sunnan við Stokkhólm í Svíþjóð, en þar brann 4,5 km2 landsvæði. Þessi skógareldur var þó ekkert eins- dæmi í landinu á þeim tíma. Árin 1992-1997 urðu í Svíþjóð fimm stór- eldar þar sem 4-20 km2 lands brunnu.21 Árið 2007 urðu miklir gróðureldar bæði austan hafs og vestan, en þar vöktu mesta athygli eldarnir í Grikklandi í ágúst (3. mynd) og eldar sem geisuðu í október í Kaliforníu í Bandaríkjunum. í báðum þessum eldum brunnu víðáttumikil svæði, mikið tjón varð á mannvirkjum og mannskaðar hlutust af. í Grikklandi er áætlað að um 1.770 km2 kjarr- og skóg- lendis hafi brunnið en um 1.620 km2 í Kaliforníu.22 Hnattrænt hafa eldar mikil áhrif vegna losunar gróðurhúsaloftteg- unda og svifryks. Gróðureldar eru taldir gefa frá sér um 3,5-1015 g kol- efnis í andrúmsloftið (e. atmospheric 2. mynd. Kort sem sýnir hvar EOS-gervitunglin (Terra og Aqua) greindu elda árið 2005. Reitur sem er 1 km2 að stærð er merktur með rauðu ef eldur greitiist innan Itans. - Map showing the locations offires detected by the EOS satellites (Terra and Aqua) in 2005. (Birt með leyfi / lmage courtesy ofMODlS Rapid Response Project at NASA/GSFC.) 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.