Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
10. mynd. Myndir frd
MODlS-gervitunglinu (a)
30. mars 2006, kl. 12:55,
(b) 31. mars kl. 13:50 og
(c) 1. apríl, kl. 12:40.
Myndirnar frá 31. mars
og 1. aprú eru meðfólskum
litum, (b) band 3-6-7,
reykurinn rauður á litinn,
og (c) band 7-2-1. - Images
from the MODIS satellite
(a)from Mars 30, 2006, at
12:55, (b) from March 31,
at 13:50, and (c) from
April 1, at 12:40. The
images b) and c) are false-
color images, using bands
3-6-7 and 7-2-1, respec-
tively. (Birt með leyfi /
lmages courtesy of
MODIS Rapid Response
Project at NASA/GSFC.)
jörðu; braut þeirra liggur yfir pól-
ana og fer Aqua yfir miðbaug um
kl. 13:30 á hverjum degi en Terra
um kl. 10:30.
EOS-gervitunglin hafa 5-6 nema,
m.a. MODIS-nemann (MODIS; Mode-
rateresolution Imaging Spectro-
radiometer) sem tekur myndir á 36
mismunandi bylgjulengdum. Hita-
frávik eru reiknuð út frá geislun
frá yfirborði jarðar. Nokkur forrit
eru til sem vinna úr þessum upp-
lýsingum í rauntíma; dæmi um
það er forrit til að greina fljótt
hvort eldgos er hafið, en það kall-
ast MODVOLC,28 og forrit tengt
MODIS.29'30 Frá tunglunum fæst
því staðsetning hitafrávika auk
mynda. Slík gögn voru notuð við
könnun á hitafrávikum Mýraeld-
anna.9
Dagana sem eldarnir geisuðu
var heiðskírt á vestanverðu land-
inu og því fengust góðar myndir
og gögn utan úr geimnum um
þennan atburð. Auk upplýsinga
um hvar eldar brunnu á þeim tíma
sem gervitunglin fóru yfir fást
einnig upplýsingar um orkulosun
eldanna sem nýta má til að áætla
hvar ákafi þeirra hafi verið
mestur.
Myndir frá „MODIS Rapid
Response System" af vesturhluta
íslands sýndu eldana á Mýrum (10.
mynd) greinilega. Reykurinn frá
eldinum er mjög greinilegur þann
30. mars (10. mynd a) og 31. mars
(10. mynd b; þar sem reykurinn er
rauður). Báða dagana námu gervi-
tunglin hitafrávik vegna eldanna.
Þann 1. apríl 2006 höfðu þeir að
mestu verið slökktir og lítill sem
enginn eldur var þegar gervitungl-
in fóru yfir landið í kringum hádegi
(10. mynd c), en hann gaus hins
vegar upp litlu seinna eins og rakið
er að ofan.
Staðsetning hitafrávika á Mýrum
dagana 30. og 31. mars, samkvæmt
forriti tengdu MODIS og MODVOLC,
91