Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
LOKAORÐ
Þegar ferskvatn berst til sjávar
og blandast honum verða eðlis-
og efnaeiginleikar blöndunnar
þannig að þennan sjó má glöggt
greina frá fullsöltu úthafinu og
er hann nefndur strandsjór. Yfirlit
úr ýmsum rannsóknum hér við
land sýnir að strandsjórinn berst
réttsælis um landið með strand-
straumi og straumhraðinn er meiri
en utar á landgrunninu. Ferskvatn
lækkar eðlismassa sjávar og því
verður lagskipting í strandsjó
sem skiptir máli við uppaf gróð-
urtíma í sjónum á vorin. Vindar
hafa mikil áhrif á strandstraum-
inn og blöndum strandsjávar. Með
ferskvatni berast efni til sjávar
bæði uppleyst og sem grugg. Svif-
þörungar, grunnur vistkerfa hafs-
ins, þurfa ýmis efni til að vaxa
og uppleystur kísill sem berst
með árvatni er mikilvæg viðbót í
næringarefnabúskap strandsjávar
og stuðlar að vexti kísilþörunga.
Vöxtur kísilþörunga getur verið
mjög ör á vorin og á grunnslóð
við Suðurland gengur uppleystur
kísill frá ánum til þurrðar á fáum
dögum og þannig hefur árvatnið
mótandi vistkerfisáhrif á afmörk-
uðum svæðum. Ár sem falla til
sjávar á suðurströndinni hafa
áhrif á frumframleiðni á svæðum
sem eru jafnframt hrygningarslóð
margra mikilvægra nytjastofna.
Athuganir benda til tölfræðilegrar
samsvörunar milli árgangastærða
og ferskvatnsmagns í sjó að vor-
lagi. Vistfræðilega kann grunnur
þessarar samsvörunar að vera sá
að fæðuframboð á lægstu þrep-
um vistkerfisins á strandsvæðum
tengist ferskvatnsrennsli af landi.
Það kann síðan að hafa mikil áhrif
ofar í fæðukeðjunni og jafnvel á
viðkomu þeirra nytjastofna sem
hrygna á landgrunninu.
SUMMARY
Freshwater discharge into the sea
influences physical and chemical
properties and thus characterizes
coastal water distinctly from open
ocean waters. Various stud ies conducted
around Iceland have shown that the
coastal water flows clockwise with a
coastal current with higher velocities
than in the current further out on the
shelf. Freshwater admixture lowers the
seawater density and induces
stratification, which favours onset of
phytoplankton growth. Winds have
strong influence on the coastal current
and mixing in the coastal water. The
river water discharged into the sea
carries both dissolved and suspended
materials. Dissolved silicate is a
significant contribution to the coastal
water nutrient budget and it enhances
the growth of siliceous plankton, the
diatoms. The springtime utilization of
dissolved nutrients is very rapid and
off south Iceland the river borne silicate
is depleted from solution in relatively
few days and the high river associated
productivity is thus regionally distinct.
The same regions are also spawning
grounds for important commercial fish
species. Statistical associations have
been shown to be between year-class
strength of cod and the amount of
freshwater in the sea in the spring.
Ecologically these associations can be
related to a higher probability of food
for larvae in the coastal water.
107