Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 33
Tímarit Hins íslenska náttúrafræðifélags
3.5
3,0
2.5
2,0
1.5
6. mynd. Meðalkynproskastig og staðal-
skekkja hjá mismunandi dvergbleikju-
stofnum í kringum Jökulsá á Fjöllum. -
Average maturation with one standard error
in small benthic Arctic charr populations
from around Jökulsá á Fjöllum.
staðar má oft finna sérhæfð sviflæg
afbrigði fiska sem nýta sér þá vist. í
vötnum af þessari gerð er einnig
oft að finna sérhæft afbrigði botn-
fiska.9-22 Hefur þetta sést hjá fjöl-
mörgum tegundum fiska á norðlæg-
um slóðum og verið notað sem
dæmi um mikilvægi umhverfisþátta
og náttúrulegs vals í samhliða
þróun.23
Almennt er mikill breytileiki milli
bleikjustofna á íslandi hvað varðar
stærð eftir aldri.5 í þessari rannsókn
sést þetta greinilega þar sem fisk-
arnir á hálendinu hafa hámarks-
stærð svipaða og láglendisfiskarnir
en eru yngri (mest 4+ á hálendinu á
móti 6+ á láglendinu). Dvergbleikja
í Straumsvík sýnir svipaða hámarks-
stærð (13,9 cm) og hámarksaldur
(6+)24 og það sama sést hjá dverg-
bleikju í Grímsnesi (12,1 cm og 6+)8.
Á hinn bóginn er hámarksstærð (26
cm) og aldur (17+) mun hærri hjá
dvergbleikju í Þingvallavatni.17
Hafa menn haldið því fram að
fæðuframboð og fæðuöflun, hita-
stig og þéttleiki fiska skipti miklu
máli fyrir vöxt þeirra.5 Einnig skipt-
ir kynþroskatími máli, en yfirleitt
dregur úr vexti fiska við kynþroska.
Sú skýring er ekki auðséð hér, þar
sem 50% kynþroska er náð fyrst í
Grafarlöndum, við tveggja ára
aldur, en síðast í Herðubreiðar-
lindum, rétt við fjögurra ára aldur.
Þetta er athyglisvert þar sem þessir
stofnar liggja landfræðilega nálægt
hvor öðrum og því búist við að þeir
hefðu svipaða lífssögu. Þó verður að
fara varlega í að alhæfa of mikið um
þann mun sem hér sést, þar sem
mögulegt er að þessi munur sé
breytilegur milli ára og tengist breyt-
ingum í umhverfisþáttum, t.d. fæðu-
framboði. Þarfnast það frekari rann-
sókna.
Víða á íslandi er að finna stofna
dvergvaxta bleikju sem hafa svipað
útlit og þeir stofnar sem hér voru
rannsakaðir. Finnast þeir gjaman í
hraunabúsvæði þar sem einnig em
lindarvatnsáhrif.17'19 Hafa margir
þessara stofna líkast til verið einangr-
aðir hver frá öðmm í þúsundir ára
eins og hálendisstofnarnir í þessri
rannsókn. Er líklegt að hér sé um að
ræða samhliða þróun, þar sem eitt-
Aldur
7. mynd. Hlutfall kynþroska dvergbleikju eftir aldri. Miðltna táknar 50% kynproskahlutfall.
Stofiiarnir voru veiddir íkringum Jökulsá á Fjöllum. - Proportion ofmaturefish at different
age. The line represent 50% maturation. In s?nall benthic Arctic charr populations from
around Jökulsá á Fjöllum.
II III
11 111
■ Hrygnur
■ Hængar
8. mynd. Kynjahlutfall dvergbleikju úrfimm
stofnwn nærri Jökulsá á Fjöllum. - Sex ratio
of small benthic Arctic charr populations
from around Jökulsá á Fjöllum.
hvað í hraunumhverfi í bland við
gmnnvatn leiðir til þess að bleikja
verður dvergvaxta. Einn möguleik-
inn er sá að dvergvöxturinn þróist
vegna þess að fiskunum sé hagur í
því að vera smærri og komast þar
með niður í glufur þar sem forðast
má afrán eða ná í fæðu sem annars
væri óaðgengileg. Annar möguleik-
inn er sá að í búsvæði dvergbleikju
sé hitastig lágt, fæðuframboð tak-
markað og vöxtur þarafleiðandi
hægur. Verði því fiskar kynþroska
smávaxnir, en kynþroski hægir á
vexti fiska. Það er vel hugsanlegt að
báðar þessar skýringar séu réttar og
hafi mismunandi stofnar farið mis-
munandi leiðir að dvergvexti. Með
nákvæmum áframhaldandi rann-
sóknum og samanburði á milli stofna
væri mögulegt að kanna það nánar.
Áhugavert var í þessari rannsókn
og í fyrri rannsóknum17 að þótt fisk-
arnir séu líkir í útliti, má sjá greini-
legan tölfræðilegan mun. Vegna
þess hve dvergbleikju er víða að
finna á íslandi við fjölbreytt skilyrði,
er gráupplagt að rannsaka hvaða
þættir það eru sem móta útlit og
vistfræði fiskanna. Hægt er að rann-
saka ítarlega umhverfisþætti og
tengja við útlit bleikjustofna á
hverjum stað. Einnig er hægt með
samanburðarrannsóknum að kanna
mikilvægi sveigjanlegs svipfars (e.
phenotypic plasticity) og erfðafræði-
legrar stjórnunar á útliti og svip-
farsþáttum fiskanna. Sveigjanlegt
113