Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. mynd. Frjóvguð hlýrahrogn og nýklakin lirfa. íflestum hrognanna má greina vel þrosk- aða lirfu sem komin er að klaki. - Fertilized woljfish eggs and a newly hatched larva. Ljósmf Photo: Ari Benediktsson. Almennt um hlýra Til eru fimm tegundir fiska af stein- bítsætt (Anarhichadidae) og þar af finnast þrjár í Atlantshafi, hlýri (Anarhichas minor Ólafsson, 1772), steinbítur (A. lupus Linnaeus, 1758) og blágóma (A. denticulatus Kroyer, 1845). Hér er hlýrinn til umfjöll- unar en tilraunir hafa verið gerðar með hlýraeldi á íslandi og lofa þær góðu. Hlýri er hánorræn tegund með útbreiðslu í Norður-Atlantshafi og Barentshafi . Það sætir ávallt tíðindum þegar nýjar tegundir eru uppgötvaðar en það var skáldið og náttúrufræðingurinn Eggert Ólafsson sem fyrstur lýsti hlýra í Ferðabók þeirra Bjarna Pálssonar (1775). Segir Eggert að hlýrinn lík- ist um margt steinbít, að undan- skildum meira áberandi svörtum blettum á hlýra. Hann talar um að töluverður munur sé á tönnum hlýra og steinbíts, þar sem hlýri hafi harðar, mjóar og oddhvassar tennur, jaxlar séu frábrugðnir því sem er á steinbít og hlýri hafi þrjár raðir af litlum tönnum í ofan- og neðanverðu koki þar sem steinbít- ur hefur engar.1 Jafnframt kemur fram í lýsingu Eggerts að hlýri sé ágætis matfiskur en að lítið veiðist af honum. Á íslandsmiðum finnst hlýri einkum norðvestan, norðan, norðaustan og austan við ísland. Hlýri og steinbítur hafa áþekk holdgæði og fram á miðjan áttunda áratuginn var ekki gert upp á milli þessara tveggja tegunda í afla. Frá því að farið var að skrá hlýra sérstaklega í veiðigögnum hefur afli verið á bilinu 600-1200 tonn á íslandsmiðum meðan afli í Noregi á tímabilinu 1980-2003 var að meðal- tali 5700 tonn á ári.2 Línuveiðar á hlýra eru einkum stundaðar á tímabilinu frá apríl til ágúst þegar fiskurinn heldur sig á fæðu- og hrygningarslóð í aðdraganda hrygn- ingar.3 Verð á hlýra á íslenskum mörkuðum er fremur lágt, en lægst er það frá ágúst fram í febrúar. Með eldi ætti að vera hægt að bjóða fisk af jafnari og meiri gæðum og selja afurðir þegar framboð á villtum fiski er lítið og verð hærra. Hlýraroð hefur einnig verið vinsælt sem efniviður í fatnað og veski. Sala á roði ætti að geta skapað eldinu aukatekjur að því gefnu að hægt sé að selja roðlausan fisk. í Noregi hefur verið unnið að jpróun hlýraeldis frá árinu 1994 en á Islandi frá árinu 2001 og klöktust fyrstu hrognin árið 2003 (2. mynd). Hér á eftir er gerð stuttlega grein fyrir lífsferli hlýra og nokkrum þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á hlýraeldi undanfarin sex ár á fslandi. LÍFSFERILL Hlýri er botnfiskur með tanngarð sem er aðlagaður fæðutöku á botn- inum. Tennurnar eru fíngerðari en hjá frænda hans steinbítnum og uppistaða í fæðunni eru skráp- dýr, svo sem slöngustjörnur.1'4 í Barentshafi fer hrygning fram síðla sumars og snemma hausts5 en lítið er vitað um hrygningartíma við strendur íslands. Villtir hlýr- ar sem sóttir voru á miðin út af Austfjörðum árið 2002 hrygndu í september-október söfnunarárið og því má leiða líkur að því að hrygning fari fram á þeim tíma hér við land. í náttúrunni verða hrygn- ur kynþroska við sjö ára aldur en hængar einu til tveimur árum síðar og eru þá orðnir 60-90 cm að lengd.3-6'7'8 Ýmislegt er enn á huldu varðandi æxlun og hrygningu hlýra. Talið er að hlýrinn hafi innri frjóvg- un, sem þýðir að hængur makar sig við hrygnu og frjóvgar hrogn fyrir hrygningu.5 Algengt magn hrogna er á bilinu 0,7-3,0 lítrar, háð stærð hrygnu, og hanga hrognin saman í slímþræði og mynda botnlæga hrognakúlu.9 Sennilegt er að hæng- urinn hafi það hlutverk að gæta hrogna í nokkra mánuði fram að klaki10 og nærist hann ekki á þeim tíma. Hringar hængurinn sig þá um hrognaklumpinn og ver hann ágangi afræningja. Þessu hefur m.a. verið lýst í Fiska- og náttúrugripa- safni Vestmannaeyja þar sem stein- bítur hefur hrygnt undanfarin ár í búri og hefur þar verið hægt að fylgjast með hvernig hængurinn gætir hrognakúlu. Frá frjóvgun og fram að klaki líða um 900 daggráður, eða 225 dagar, við 4°C hita.2'5 Hrogn hlýra eru stór (5-6 mm) og úr þeim klekjast vel þroskuð seiði sem eru um 20-24 mm að lengd (2. mynd). Seiðin byrja fljótt að sækja sér æti og hafast þau við á sundi í nokkrar vikur uns þau eru orðin 4-6 cm að lengd en gerast þá botnlæg líkt og eldri hlýrar (3. mynd).11,12 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.