Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
2. mynd. Frjóvguð hlýrahrogn og nýklakin lirfa. íflestum hrognanna má greina vel þrosk-
aða lirfu sem komin er að klaki. - Fertilized woljfish eggs and a newly hatched larva. Ljósmf
Photo: Ari Benediktsson.
Almennt um hlýra
Til eru fimm tegundir fiska af stein-
bítsætt (Anarhichadidae) og þar
af finnast þrjár í Atlantshafi, hlýri
(Anarhichas minor Ólafsson, 1772),
steinbítur (A. lupus Linnaeus, 1758)
og blágóma (A. denticulatus Kroyer,
1845). Hér er hlýrinn til umfjöll-
unar en tilraunir hafa verið gerðar
með hlýraeldi á íslandi og lofa þær
góðu. Hlýri er hánorræn tegund
með útbreiðslu í Norður-Atlantshafi
og Barentshafi . Það sætir ávallt
tíðindum þegar nýjar tegundir eru
uppgötvaðar en það var skáldið
og náttúrufræðingurinn Eggert
Ólafsson sem fyrstur lýsti hlýra í
Ferðabók þeirra Bjarna Pálssonar
(1775). Segir Eggert að hlýrinn lík-
ist um margt steinbít, að undan-
skildum meira áberandi svörtum
blettum á hlýra. Hann talar um
að töluverður munur sé á tönnum
hlýra og steinbíts, þar sem hlýri
hafi harðar, mjóar og oddhvassar
tennur, jaxlar séu frábrugðnir því
sem er á steinbít og hlýri hafi þrjár
raðir af litlum tönnum í ofan- og
neðanverðu koki þar sem steinbít-
ur hefur engar.1 Jafnframt kemur
fram í lýsingu Eggerts að hlýri sé
ágætis matfiskur en að lítið veiðist
af honum. Á íslandsmiðum finnst
hlýri einkum norðvestan, norðan,
norðaustan og austan við ísland.
Hlýri og steinbítur hafa áþekk
holdgæði og fram á miðjan áttunda
áratuginn var ekki gert upp á milli
þessara tveggja tegunda í afla.
Frá því að farið var að skrá hlýra
sérstaklega í veiðigögnum hefur afli
verið á bilinu 600-1200 tonn á
íslandsmiðum meðan afli í Noregi á
tímabilinu 1980-2003 var að meðal-
tali 5700 tonn á ári.2 Línuveiðar á
hlýra eru einkum stundaðar á
tímabilinu frá apríl til ágúst þegar
fiskurinn heldur sig á fæðu- og
hrygningarslóð í aðdraganda hrygn-
ingar.3 Verð á hlýra á íslenskum
mörkuðum er fremur lágt, en lægst
er það frá ágúst fram í febrúar.
Með eldi ætti að vera hægt að
bjóða fisk af jafnari og meiri gæðum
og selja afurðir þegar framboð á
villtum fiski er lítið og verð hærra.
Hlýraroð hefur einnig verið vinsælt
sem efniviður í fatnað og veski. Sala
á roði ætti að geta skapað eldinu
aukatekjur að því gefnu að hægt sé
að selja roðlausan fisk.
í Noregi hefur verið unnið að
jpróun hlýraeldis frá árinu 1994 en á
Islandi frá árinu 2001 og klöktust
fyrstu hrognin árið 2003 (2. mynd).
Hér á eftir er gerð stuttlega grein
fyrir lífsferli hlýra og nokkrum
þeirra rannsókna sem gerðar hafa
verið á hlýraeldi undanfarin sex ár
á fslandi.
LÍFSFERILL
Hlýri er botnfiskur með tanngarð
sem er aðlagaður fæðutöku á botn-
inum. Tennurnar eru fíngerðari
en hjá frænda hans steinbítnum
og uppistaða í fæðunni eru skráp-
dýr, svo sem slöngustjörnur.1'4 í
Barentshafi fer hrygning fram síðla
sumars og snemma hausts5 en
lítið er vitað um hrygningartíma
við strendur íslands. Villtir hlýr-
ar sem sóttir voru á miðin út af
Austfjörðum árið 2002 hrygndu í
september-október söfnunarárið
og því má leiða líkur að því að
hrygning fari fram á þeim tíma hér
við land. í náttúrunni verða hrygn-
ur kynþroska við sjö ára aldur en
hængar einu til tveimur árum
síðar og eru þá orðnir 60-90 cm að
lengd.3-6'7'8 Ýmislegt er enn á huldu
varðandi æxlun og hrygningu hlýra.
Talið er að hlýrinn hafi innri frjóvg-
un, sem þýðir að hængur makar sig
við hrygnu og frjóvgar hrogn fyrir
hrygningu.5 Algengt magn hrogna
er á bilinu 0,7-3,0 lítrar, háð stærð
hrygnu, og hanga hrognin saman
í slímþræði og mynda botnlæga
hrognakúlu.9 Sennilegt er að hæng-
urinn hafi það hlutverk að gæta
hrogna í nokkra mánuði fram að
klaki10 og nærist hann ekki á þeim
tíma. Hringar hængurinn sig þá
um hrognaklumpinn og ver hann
ágangi afræningja. Þessu hefur m.a.
verið lýst í Fiska- og náttúrugripa-
safni Vestmannaeyja þar sem stein-
bítur hefur hrygnt undanfarin ár
í búri og hefur þar verið hægt að
fylgjast með hvernig hængurinn
gætir hrognakúlu. Frá frjóvgun og
fram að klaki líða um 900 daggráður,
eða 225 dagar, við 4°C hita.2'5 Hrogn
hlýra eru stór (5-6 mm) og úr þeim
klekjast vel þroskuð seiði sem eru
um 20-24 mm að lengd (2. mynd).
Seiðin byrja fljótt að sækja sér æti
og hafast þau við á sundi í nokkrar
vikur uns þau eru orðin 4-6 cm að
lengd en gerast þá botnlæg líkt og
eldri hlýrar (3. mynd).11,12
133