Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 46
Náttúrufræðingurinn
9. mynd. a) Lambið íLeiðarenda 1991. Afútliti að dæma er það a.m.k. 200-300 ára gamalt.
b) Lambið íLeiðarenda 2007. Töluverð og með öllu nauðsynjalaus breyting á beinaskipan.
Þeim tilmælum er eindregið beint til fólks að hreyfa ekki við eða snerta viðkvæmar minjar,
hvorki bein eða myndanir, brotnar eða óbrotnar. Ljósm./Photos: Arni B. Stefánsson.
vettvangi. Ritgerð þessi er enginn
bókardómur, en samhengisins
vegna verður ekki hjá því komist að
benda á nokkur mikilvæg atriði
sem betur hefðu mátt fara í tengslum
við verndun hella og varðveislu.
SÍÐARI ÁR, TVÆR
SETNINGAR, TVEIR HELLAR
Ályktanir Bjöms Hróarssonar um að
dregið hafi úr skemmdum eru ekki
réttar og með þeim er gert Iítið
úr mikilvægi verndunaraðgerða.
í kafla um umgengni, á bls. 45,
segir: „Margir þeirra hella sem
fundust á árunum 1980 og 1990
eru enn óskemmdir að mestu eða
öllu leyti."
Á árunum 1980 til 1990 fundust
aðeins tveir viðkvæmir hellar,
Jörundur 1980 (7. mynd) og Árna-
hellir 1985 (8. mynd). Jörundi var
lokað áður en umferð varð sem
nokkru nam og um það náðist
nokkuð víðtæk sátt (sjá síðar). Tölu-
verður og óþarfur skaði hefur hins
vegar orðið á myndunum Árna-
hellis. Margir dropsteinar hafa
verið fjarlægðir og líklega hafa ekki
tugir heldur hundruð dropstráa
brotnað við umferð manna. Ótíma-
bær umfjöllun 1987 og 1990 leiddi
til umferðar og tjóns, sem síðan
leiddi til lokunar hellisins 1995 og
friðlýsingar 2002.38 Eftir er að taka
nákvæmlega út þann skaða sem
Árnahellir hefur orðið fyrir. Vísa
má þó til myndar á bls. 304 í ofan-
greindri bók.25 Á henni sjást fjögur
brotsár og eins og nánast alltaf er,
eru dropsteinsbrotin ekki sjáan-
leg. Árnahellir er þannig ekki
„óskemmdur að mestu eða öllu
leyti". Mun meiri skaði hefur orðið,
sbr. ofar.
Á bls. 45 segir: „Hraunhellar rétt
við höfuðborgarsvæðið, sem jafn-
vel ferðaskrifstofur fara margsinnis
með hópa í, hafa lítið sem ekkert
skemmst frá því 1990." Höfundur á
greinilega við Leiðarenda, sem
fyrst var kannaður 1991 og nú er
orðinn einn helsti ferðamannahell-
ir suðvestanlands.22 Nánast allir
aðgengilegir dropsteinar hellisins
hafa verið brotnir og allmargir
fjarlægðir (6. mynd). Skemmdir
hófust líklega að ráði upp úr síð-
ustu aldamótum. Þær áttu sér stað
áður en bókin íslenskir hellar var
skrifuð, meðan hún var samin og
eiga sér enn stað. Dropsteinarnir
hægra megin neðarlega á bls. 210
voru ekki til staðar við athugun í
mars 2007. Dropsteinninn vinstra
megin neðantil á sömu síðu hvarf
sl. sumar. Höfuðkúpa lambsins
(mynd á bls. 211), hvers „leiðarendi"
hellirinn er, mjaðmarbein og fleiri
bein hafa verið úr lagi færð (9.
mynd). Allnokkuð er um fingraför
í „hellaslíminu", sem þekur fagur-
lega veggi í efri enda hellisins
(myndir á bls. 213 neðan og 214).
Með öðrum orðum hefur flest sem
viðkvæmt er í hellinum verið
snert, úr lagi fært, allnokkuð skað-
að eða brotið og töluvert af því
fjarlægt. Öfugt við það sem höf-
undur heldur fram á bls. 45 hefur
linnulaus og umtalsverður skaði
átt sér stað á aðgengilegum drop-
steinum og my ndunum hraunhella
landsins á seinni árum. Hann
minnist á brot stóra kleprasteins-
ins í Djúpahelli í Bláfjöllum um
126