Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 66

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 66
Náttúrufræðingurinn ✓ Arni Hjartarson Norðurheimskautsbaugurinn - LEIÐRÉTTING í grein minni um norðurheimskauts- bauginn í síðasta hefir Náttúrufræð- ingsins urðu mér á þau mistök að fara rangt með sveiflustærð pólriðunnar svokölluðu.1 Þorsteirtn Sæmundsson stjömufræðingur kom strax auga á þetta og skrifaði athugasemd og leið- réttingu á heimasíðu srna.2 Kann ég honum þakkir fyrir það. En Þorsteinn gerði betur því hann hóf rannsókn á því spursmáli sem mér mistókst að fá rétt svar við, sem sé því hvenær heimskautsbaugurinn gengur norður af Grímsey. Ég hélt því fram að pólriðan ylli sveiflu á möndulhalla jarðar frá hámarki til lágmarks á rúmum m'u ámm og fyrir vikið færðist heim- skautsbaugurinn til um hátt í 300 m á sama tíma og síðan til baka á ný á næstu níu ámm. Hið rétta er að til- færslan er 570 m fram og til baka á 18,6 ámm. Þar með verður línurit mitt á 3. mynd í greininni, sem sýnir rykkjóttan gang baugsins norður yfir Grímsey, afar misvísandi. í grein sinni birtir Þorsteinn línurit sem sýnir einfaldaðan feril heim- skautsbaugsins yfir Grímsey. Þar bendir hann á að mikilvægt sé að hnattstaða suður- og norðurodda Grímseyjar sé nákvæmlega þekkt. Hann lét sér því ekki duga að stinga hana út af Atlaskortum Landmæl- inga íslands heldur fékk heima- mann í eynni til taka fyrir sig hnitin á GPS staðsetningartæki. Þar sem töluverður munur kom fram var leitað til Loftmynda ehf. sem fengu nánast sömu niðurstöðu með myndmælingu og GPS mælingin gaf. Eyjan reyndist styttri og ná skemmra í norður en kortið sýndi. Þorsteini reiknast svo til að baug- urinn hafi fyrst gengið inn á eyna árið 1717 og muni hverfa endanlega norður af henni árið 2047 eða því sem næst. Á meðfylgjandi mynd sést hvemig baugurinn reikar yfir Grímsey. Þar sést að hann var við prestssetrið á Miðgörðum á árabilinu 1775-1805 og við Bása á árunum 1880-1920. Myndin sýnir einnig að baugurinn verður alveg upp við Eyjarfófinn eða í skerjunum norðan við hann árið 2062. Eftir það verður ísland að Grímsey meðtalinni surtn- an heimskautsbaugs í nærfellt 20.000 ár en þá mun baugurinn á ný reika yfir eyna en í það skipti á suðurleið. 1. mynd. Einfaldaður ferill heimskautsbaugsins á árunum 1700-2100. Hann reikarfram og til baka um 570 m á 18,6 árum. Til lengri ti'ma litið fer hann að jafnaði 14,5 m til norðurs á ári. Hann kom fyrst á land í Grímsey 1717. Hjá Miðgörðum var hann á árabilinu 1775-1805 og hjá Básum milli 1880 og 1920 eins og rauðu örvastrikin gefa til kynna . Nú (2008) er hann norðan við Básavík og hreyfist í norður. Hann reikar norður afeynni um 2050. 1 Ámi Hjartarson 2007. Norðurheimskautsbaugurinn í Grfmsey. Náttúrufræðingurinn 76. 70-72. 2 www.almanak.hi.is/heimsk2.html (skoðað 10.04.08) 146

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.