Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 66

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 66
Náttúrufræðingurinn ✓ Arni Hjartarson Norðurheimskautsbaugurinn - LEIÐRÉTTING í grein minni um norðurheimskauts- bauginn í síðasta hefir Náttúrufræð- ingsins urðu mér á þau mistök að fara rangt með sveiflustærð pólriðunnar svokölluðu.1 Þorsteirtn Sæmundsson stjömufræðingur kom strax auga á þetta og skrifaði athugasemd og leið- réttingu á heimasíðu srna.2 Kann ég honum þakkir fyrir það. En Þorsteinn gerði betur því hann hóf rannsókn á því spursmáli sem mér mistókst að fá rétt svar við, sem sé því hvenær heimskautsbaugurinn gengur norður af Grímsey. Ég hélt því fram að pólriðan ylli sveiflu á möndulhalla jarðar frá hámarki til lágmarks á rúmum m'u ámm og fyrir vikið færðist heim- skautsbaugurinn til um hátt í 300 m á sama tíma og síðan til baka á ný á næstu níu ámm. Hið rétta er að til- færslan er 570 m fram og til baka á 18,6 ámm. Þar með verður línurit mitt á 3. mynd í greininni, sem sýnir rykkjóttan gang baugsins norður yfir Grímsey, afar misvísandi. í grein sinni birtir Þorsteinn línurit sem sýnir einfaldaðan feril heim- skautsbaugsins yfir Grímsey. Þar bendir hann á að mikilvægt sé að hnattstaða suður- og norðurodda Grímseyjar sé nákvæmlega þekkt. Hann lét sér því ekki duga að stinga hana út af Atlaskortum Landmæl- inga íslands heldur fékk heima- mann í eynni til taka fyrir sig hnitin á GPS staðsetningartæki. Þar sem töluverður munur kom fram var leitað til Loftmynda ehf. sem fengu nánast sömu niðurstöðu með myndmælingu og GPS mælingin gaf. Eyjan reyndist styttri og ná skemmra í norður en kortið sýndi. Þorsteini reiknast svo til að baug- urinn hafi fyrst gengið inn á eyna árið 1717 og muni hverfa endanlega norður af henni árið 2047 eða því sem næst. Á meðfylgjandi mynd sést hvemig baugurinn reikar yfir Grímsey. Þar sést að hann var við prestssetrið á Miðgörðum á árabilinu 1775-1805 og við Bása á árunum 1880-1920. Myndin sýnir einnig að baugurinn verður alveg upp við Eyjarfófinn eða í skerjunum norðan við hann árið 2062. Eftir það verður ísland að Grímsey meðtalinni surtn- an heimskautsbaugs í nærfellt 20.000 ár en þá mun baugurinn á ný reika yfir eyna en í það skipti á suðurleið. 1. mynd. Einfaldaður ferill heimskautsbaugsins á árunum 1700-2100. Hann reikarfram og til baka um 570 m á 18,6 árum. Til lengri ti'ma litið fer hann að jafnaði 14,5 m til norðurs á ári. Hann kom fyrst á land í Grímsey 1717. Hjá Miðgörðum var hann á árabilinu 1775-1805 og hjá Básum milli 1880 og 1920 eins og rauðu örvastrikin gefa til kynna . Nú (2008) er hann norðan við Básavík og hreyfist í norður. Hann reikar norður afeynni um 2050. 1 Ámi Hjartarson 2007. Norðurheimskautsbaugurinn í Grfmsey. Náttúrufræðingurinn 76. 70-72. 2 www.almanak.hi.is/heimsk2.html (skoðað 10.04.08) 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.