Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn 9. mynd. Dæmi um vaxtarhraða kísil- þörunga, kísilnám, við breytilegan styrk uppleysts kísils þegar önnur næringarefni skortir ekki. Við kísilstyrk 2 pmol/l er vaxtar- hraðinn helmingur hámarksvaxtar.24 - An example of diatom growth rate at variable amounts of dissolved silicate when other nutrients are not lacking. At dissolved sili- cate concentration of 2 pmol/l, the growth rate is halfthe maximum rate.24 í Skeiðarárhlaupinu mikla í nóvember 1996 var styrkur upp- leysts kísils óvenjuhár og aurburður mikill.12'13 Blöndunarsvæði hlaups- ins náði langt til hafs og vestur með suðurströndinni. Mælingar á uppleystum kísil í sjónum þar bentu einfaldlega til beinna blöndunar- áhrifa, þ.e. að útfelling eða uppleys- ing hefði ekki marktæk áhrif á styrk- inn (8. mynd). Þessi hegðan kísils frá íslenskum ám hefur áður komið fram við eðlilegt rennsli og aurburð, t.d. utan ósa Þjórsár og Ölfusár, þar sem ferskvatn með kísilstyrk á bilinu 200-250 pmól/1 berst til sjávar14-17 (8. mynd), sem og á Skjálfanda og Axarfirði.7 Tilraunir á rannsókna- stofu með sjó og grugg hafa sýnt uppleysingu kísils úr gruggi.13 Athuganir á blöndunarsvæðum sýna þó að það er ekki alltaf hægt að heimfæra niðurstöður úr rann- sóknastofu yfir á það sem gerist í hafinu. Þar eð vöxtur og vaxtarhraði kísilþörunga er háður styrk upp- leysts kísils ef nóg er af öðrum næringarefnum (9. mynd), er ljóst að jökulárgruggið er ekki forði sem nýtist þeim beint. Uppleysti kísill- inn í árvatninu er það hins vegar og hann stuðlar að kísilþörungavexti í strandsjónum á sumrin þegar upp- leystur kísill er genginn til þurrðar í fullsöltum sjó utar á landgrunn- inu.18 Dæmi eru vissulega um að efni berist í upplausn úr jökulárgrugg- inu þegar það berst til sjávar (10. mynd). Mikill munur var á styrk snefilmálmanna, kadmíns, kopars og sinks, utan Þjórsáróss en sam- eiginlegt fyrir málmana þrjá var að styrkur hvers þeirra náði hámarki þegar blanda árvatns og sjávar var um það bil 1:3 (10. mynd).17 í sömu rannsókn komu fram vísbendingar um að gruggið hefði áhrif til lækk- unar á fosfatstyrk, en það atriði þarfnast nánari rannsókna. VÖXTUROG NÆRINGAR- EFNAÞÖRF SVIFÞÖRUNGA Myndun lífræns efnis úr ólífrænu við frumframleiðni þörunga er undir- staða fæðuvefs sjávar og þar með frjósemi hafsvæða. Að ýmsu leyti er frumframleiðni í hafinu með öðru sniði en á þurrlendi. Þurrlendis- jurtir eru rótfastar, sækja næringar- efni úr jarðvegi með rótum sem binda þær við staðinn og trefjaríkar stoðir halda þeirn upp móti birtunni. Talsverður hluti frumframleiðninn- ar fer í þessa uppbyggingu. í sam- anburði eru svifþörungar örsmáir, þeir færast til með sjónum og taka næringarefni beint gegnum frumu- veggi, og framleiðnin fer mest í vöxt og myndun próteinríks vefjar sem dýrasvif nýtir ört. Vöxturinn er hraður, lífskeiðið aðeins nokkrir dagar og veltan í þörungalífmassa- num mikil. Nokkur frumskilyrði eru fyrir vexti svifþörunga hér norðar- lega í Atlantshafi (2. rammi). Á okkar slóðum er birtan árstíða- bundin og auk þess nýtur aðeins tiltölulega þunnt yfirborðslag birt- unnar, hún dofnar ört með vaxandi dýpi. Eftir vorjafndægur lengir dag- inn hratt en sjórinn á landgrunninu er þó yfirleitt gróðursnauður þar til annaðhvort upphitun ellegar lægri selta veldur lækkun eðlismassa og stöðugt yfirborðslag myndast (1. rammi). Hér við land er það yfirleitt ekki fyrr en í síðari hluta maí sem upphitun ein leiðir til lagskiptingar en lagskipting vegna yfirborðsseltu verður annaðhvort af bráðnun xss eða íblöndun ferskvatns sem berst til sjávar. Lagskipting verður því í strandsjó en hversu sterk og út- breidd hún er fer eftir aðstæðum. Ljóst er þó að lagskipting mynd- ast mun fyrr á vorin vegna seltu en upphitunar og þannig skapast o Cl O 10. mynd. Styrkur uppleysts kadmihs, kopars og sinks á blöndunarsvæði árvatns og sjávar utan Þjórsáróss vorið 1996. - Dissolved cadmium, copper and zinc concentrations observed in the river water/sea water mixing zone offthe Þjórsá river mouth in spring 1996. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.