Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 4
Náttúrufræðingurinn Ritrýnd grein Þröstur Þorsteinsson, Borgþór Magnússon og Guðmundur Guðjónsson SlNUELDARNIR MIKLU Á MÝRUM 2006 1. mynd. Barist við sinueld á Mýrum í grennd við Ánastaði að kveldi 31. mars pegar eldarnir höfðu geisað íhdlfan annan sólarhring. - Farmers fighting thefenlands fire on Myrar raging on it's second day. Ljósm./Photo: Morgunblaðið/RAX. Gróðureldar eru algengir víða á jörðinni og árlega brenna nokkrar milljónir ferkílómetra lands af þeirra völdum. Þessir eldar hafa áhrif á lífríki, valda dauðsföllum, eyðileggja martnvirki og minjar, menga loft á stórum svæðum og losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Gervitungl hafa síðustu ár hjálpað mjög við mælingar á stærð elda, útbreiðslu þeirra og mengun frá þeim. Á íslandi varð mesti skráði sinubruni íslandssögunnar þegar eldur kom upp á Mýrum vorið 2006, en þar brann svæði sem var um 73 km2 að flat- armáli. Til viðmiðunar má nefna að flatarmál Þingvallavatns er um 82 km2. Með úrvinnslu gervitunglamynda og athugunum á jörðu niðri rekjum við framvindu eldanna á Mýrum í þessari grein. Einnig verður vikið lítillega að eldum sem komu upp í mosaþembu á Miðdalsheiði í júní 2007. Þótt bruna- svæðið á heiðinni væri lítið (0,09 km2) í samanburði við svæðið á Mýrum var um að ræða einhvem mesta gróðureld í nágrenni Reykjavíkur í seinni tíð. Rannsóknir okkar em hluti af viðameira rannsóknaverkefni, sem hófst í kjölfar sinubrunans á Mýmm vorið 2006, á vistfræðilegum áhrifum eldanna en að rannsóknunum standa Náttúrufræðistofnun íslands, Landbúnaðarháskóli íslands, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Háskóli íslands. Fyrstu niðurstöður þeirra vom kynntar á Fræðaþingi landbúnaðarins í ársbyrjun 2007.1-9 INNGANGUR Gróðureldar í heiminum Gróðureldar eru mjög algengir víða um heim (2. mynd), en um 80% af öllum gróðureldum verða í hitabeltinu, þar af 20% á gresjum Afríku.10-11 Um 142 þúsund ferkíló- metrar af regnskógum eyðast á ári hverju, mestmegnis vegna elda sem kveiktir em til að ryðja ný svæði. Árlega brenna allt frá 750 þúsund til 8,2 milljón ferkílómetrar lands í gróðureldum.12 Um 90% þeirra eru af mannavöldum, bæði þeir sem kveiktir eru til að ryðja svæði og þeir sem kvikna óvart. Á síðustu árum hefur verið hægt að kortleggja 84 Náttúrufræðingurinn 76 (3-4), bls. 84-94, 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.