Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 4
Náttúrufræðingurinn Ritrýnd grein Þröstur Þorsteinsson, Borgþór Magnússon og Guðmundur Guðjónsson SlNUELDARNIR MIKLU Á MÝRUM 2006 1. mynd. Barist við sinueld á Mýrum í grennd við Ánastaði að kveldi 31. mars pegar eldarnir höfðu geisað íhdlfan annan sólarhring. - Farmers fighting thefenlands fire on Myrar raging on it's second day. Ljósm./Photo: Morgunblaðið/RAX. Gróðureldar eru algengir víða á jörðinni og árlega brenna nokkrar milljónir ferkílómetra lands af þeirra völdum. Þessir eldar hafa áhrif á lífríki, valda dauðsföllum, eyðileggja martnvirki og minjar, menga loft á stórum svæðum og losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Gervitungl hafa síðustu ár hjálpað mjög við mælingar á stærð elda, útbreiðslu þeirra og mengun frá þeim. Á íslandi varð mesti skráði sinubruni íslandssögunnar þegar eldur kom upp á Mýrum vorið 2006, en þar brann svæði sem var um 73 km2 að flat- armáli. Til viðmiðunar má nefna að flatarmál Þingvallavatns er um 82 km2. Með úrvinnslu gervitunglamynda og athugunum á jörðu niðri rekjum við framvindu eldanna á Mýrum í þessari grein. Einnig verður vikið lítillega að eldum sem komu upp í mosaþembu á Miðdalsheiði í júní 2007. Þótt bruna- svæðið á heiðinni væri lítið (0,09 km2) í samanburði við svæðið á Mýrum var um að ræða einhvem mesta gróðureld í nágrenni Reykjavíkur í seinni tíð. Rannsóknir okkar em hluti af viðameira rannsóknaverkefni, sem hófst í kjölfar sinubrunans á Mýmm vorið 2006, á vistfræðilegum áhrifum eldanna en að rannsóknunum standa Náttúrufræðistofnun íslands, Landbúnaðarháskóli íslands, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Háskóli íslands. Fyrstu niðurstöður þeirra vom kynntar á Fræðaþingi landbúnaðarins í ársbyrjun 2007.1-9 INNGANGUR Gróðureldar í heiminum Gróðureldar eru mjög algengir víða um heim (2. mynd), en um 80% af öllum gróðureldum verða í hitabeltinu, þar af 20% á gresjum Afríku.10-11 Um 142 þúsund ferkíló- metrar af regnskógum eyðast á ári hverju, mestmegnis vegna elda sem kveiktir em til að ryðja ný svæði. Árlega brenna allt frá 750 þúsund til 8,2 milljón ferkílómetrar lands í gróðureldum.12 Um 90% þeirra eru af mannavöldum, bæði þeir sem kveiktir eru til að ryðja svæði og þeir sem kvikna óvart. Á síðustu árum hefur verið hægt að kortleggja 84 Náttúrufræðingurinn 76 (3-4), bls. 84-94, 2008

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.