Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 26
Náttúrufræðingurinn 25' 24* 23' 22' 21' 20' 19' 13. mynd. Dreifing og fjöldi nýklakinna þorsklirfa suðvestanlands 11.-15. maí 1983.25 Birt með heimild. - Distribution and newly hatched cod larvae southwest of lceland 11-15 May 1983.25 Printed zvith permission. 14. mynd. Eftir hrygningu og klak eru meiri líkur til þess aðfjöldi lirfa hefji fæðunám og verði lífvænlegur ef tími framboðs á fæðuögnum skarast við tímann þegar flestar lirfur eru að klára kviðpokaforðann og verða að afla sér fæðu. Endurgert eftir Cushing.34 - After spawning and hatching the likelyhood for larvae survival increa- ses if the time of yolk sac depletion and first feeding matches with a period of high food particle avaiiability. Redrawn from Cushing.34 aðstæður í umhverfinu gera það einnig. Umhverfisaðstæður geta til dæmis snúist um það hvort hent- ug fæða sé í boði þegar kviðpoka- stigi er að ljúka og lirfan verður að rekast á og innbyrða fæðuagnir eða veslast upp. Þetta örlagaríka skeið er í brennidepli „match / mismatch"- kenningarinnar um að þá ráðist árgangstyrkurinn (14. mynd).34'35 Það er einnig talið skipta máli hvort straumar og blöndun flytji lirfurnar til hentugra uppeldisstöðva eða eitt- hvað annað. Afrán og samkeppni um fæðu kemur einnig við sögu. Könnuð hefur verið tölfræðileg fylgni nýliðunar í þorskstofninum við stærð hrygningarstofnsins og ýmsa umhverfisþætti í hafinu hér við land. Niðurstöðumar eru þær að auk stærðar hrygningarstofns- ins skýri ferskvatnsmagn í strand- sjónum við Vesturland að vorlagi breytilega nýliðun fremur en aðrir umhverfisþættir.6'36 Þótt aðeins um 30% breytileika í ný- liðun skýrist af þessum tveimur þáttum bendir þetta til vistfræðilegra orsakatengsla. í ferskvatnsbland- aða strandsjónum eru meiri líkur á heppilegu fæðuframboði en utar á landgrunninu30 og strandstraumur- inn flytur egg og lirfur í átt til upp- eldisstöðva. Það er markmið fiskveiðiráð- gjafar Hafrannsóknastofnunarinnar að hrygningarstofn þorsksins stækki og að hluti stórþorsks í aldurs/ stærðarsamsetningu stofns- ins aukist.33 Því hafa hrygningar- svæði til dæmis verið friðuð 10-14 daga á vorin um það leyti sem hrygning er talin vera í hámarki.37 Það em gildar ástæður til þess að huga einnig að strandsjónum og vistkerfi hans og auka þekkingu á þeim breytilegu ytri aðstæðum sem hafa þar áhrif, veðurfari og rennsli með vatnsföllum til sjávar. Það kann að vera mikilvægt að varast breytingar á vatnsföllum sem geta raskað framleiðslugetu strand- svæða eða leitt til rýrnunar á verð- mætum sem þar verða til. Til þess þarf þekkingu byggða á rann- sóknum. 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.