Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 38
Náttúrufræðingurinn 4. mynd. Fjallkrækill uppi d Kinnarfelli 11. dgúst 2005. Hann er kominn úr blóma og byrjaður að þroska aldin. í plöntusafninu í Varmahlíð. Engar heimildir eru um hana síðar og þegar hennar var leitað sérstaklega árið 2005 fannst ekkert af henni á svæð- inu. Tegundir í ÚTRÝMINGARHÆTTU Fá merki hafa enn fundist um inn- lendar norðurhjara- og fjallategund- ir sem kunni að vera í útrýmingar- hættu hér á landi vegna hlýnandi loftslags. Raunar þyrfti að setja upp fasta rannsóknareiti á vaxtarsvæð- um þeirra og gróðurmæla þá með reglulegu millibili, á 5 eða 10 ára fresti, til að hægt væri að sannreyna þær gróðurbreytingar sem verða og mæla samdrátt á vaxtarsvæði tegundanna. Á meðan þetta hefur ekki verið gert, er aðeins hægt að byggja á samanburði misnákvæmra athugana frá mismunandi tímum og leiða líkur að þeim breytingum sem gætu verið að eiga sér stað. Hér að ofan var minnst á einn fundarstað fjallabláklukku, þar sem hugsanlega gæti verið um samdrátt að ræða, en hér á eftir er ætlunin að taka sérstaklega fyrir fjallkrækil. Hann er eina tegundin sem komið hafa fram sterkar vísbendingar um síðustu árin að sé raunverulega á undanhaldi, og gæti ástæðan verið hlýnun loftslags þótt ekki sé það vitað með vissu.2 Fjallkrækillinn er þó í raun ekki bundinn háfjöllum hér á landi. Hins vegar vex hann að jafnaði uppi á efstu kollum fjalla, sem geta verið allt frá 300 upp í 900 m há, en ekki er vitað um hann á hærri fjöllum. Af íslenskum teg- undum er hann skyldastur snæ- krækli (Sagina nivalis), en hefur 5-deild og nokkru stærri blóm en hann. Blaðhvirfingar hans hafa til- hneigingu til að vaxa þétt saman og mynda smáþúfur, svo sem hið latneska viðurnafn „caespitosa" bendir til. Ég mun hér á eftir fjalla sérstaklega um nokkur svæði þar sem útbreiðsla fjallkrækilsins hefur verið könnuð síðustu árin og bera saman við eldri heimildir um hann á sömu stöðum. Draflastaðafjall Fjallið liggur að Fnjóskadalnum norðan Víkurskarðs og er kennt við kirkjustaðinn Draflastaði. Ingimar Óskarsson mun hafa gengið á fjall- ið árið 1933, þegar hann var við gróðurathuganir í Fnjóskadal. Þar fann hann uppi á háfjallinu bæði fjallabláklukku og fjallkrækil.9 Sjálfur skoðaði ég fjallið að ofan árið 1970 og fann þá fjallabláklukku á nokkru svæði meðfram austurbrún fjallsins þar sem það er hæst og töluvert mikið af fjallkrækli aðeins vestar uppi á háfjallinu. Hann var þar í fremur rökum flagmó- um eða á flagkenndum melum og útbreiddur á töluvert stærra svæði en fjallabláklukkan. Aftur var ég þarna uppi á fjallinu 1984 og sá þar aftur fjallkrækil á svipuðum slóðum. Hins vegar bar svo við árið 2002, þegar ég fór þarna upp ásamt Evu G. Þorvaldsdóttur til þess að ná mynd af fjallkrækli, að ég fann aðeins eitt vænt eintak af honum allmiklu sunnar þar sem tekið var að halla niður í átt að Víkurskarði. Plantan var í fullum blóma eins og sést á 1. mynd. Þegar upp á háfjallið kom, þar sem mest var af fjallkrækli- num áður, fann ég ekkert af honum þar. Sama var uppi á teningnum sumarið 2006 er ég var þarna á ferð ásamt Sigrúnu Sigurðardóttur; þá fann ég hveigi neitt af fjallkrækli þótt ég leitaði víða. Hugaði ég þó sérstaklega að þeim svæðum þar sem ég hafði séð hann áður, bæði á háfjallinu og sunnanvert í því þar sem blómgaða eintakið var árið 2002. Fjallabláklukkan var hins vegar á sínum stað, en aðeins fá- einar plöntur á litlu svæði. Grímstungu- og AUÐKÚLUHEIÐI Árið 1979 fór ég með leiðangur frá Líffræðistofnun Háskólans um Grímstunguheiði. Skoðuðum við gróður á nokkrum stöðum á leiðinni og fundum fjallkrækil á nokkrum stöðum, bæði uppi á hæðum við Þórarinsvatn og uppi á Bimuhöfða nokkru sunnar. Árið 1976 hafði 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.