Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 49

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags alla opinbera umfjöllun.28 Vaxandi ferðamennska, vaxandi sjálfstæði ferðamanna og ört vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna hérlendis eykur á þann vanda sem fyrir er. Lesendur eru beðnir að taka tillit til þessa í umfjöllun á netinu og fjarlægja staðsetningar viðkvæmra hella af heimasíðum. SAMHENGI Rétt er að minna hér á samning Hellarannsóknafélags íslands og Náttúruverndar ríkisins, nú Umhverfisstofnunar frá 2002.42 Þar segir: „Náttúruvernd ríkisins og Hellarannsóknafélag íslands gera með sér eftirfarandi samning um faglega ráðgjöf um verndun og friðun hraunhella og umsjón Hellarannsóknafélags íslands með friðlýstum hraunhellum og hraunhellum á friðlýstum svæð- um..." Skv. samningnum er það Hellarannsóknafélagsins að koma með tillögur um verndun og frið- unaraðgerðir, ekki öfugt! Töluvert afl og sérþekking var innan félags- ins meðan það var og hét en veru- lega hefur dregið úr því á seinni árum. í Ijósi þess að þekking er „vald" gerir birting bókstaflega allra gagna Hellarannsóknafélagsins í bókinni íslenskir hellar félaginu afar erfitt fyrir. Þá hefur félagið einnig „skrifað upp á" bókina í formi yfir- lestrar og samþykkis margra félags- manna. Hvernig á það í því ljósi að geta brugðist við? Þótt áhugi á hellaskoðun sé vissulega til staðar, er félagið fámennt og magnlítið og hvergi nærri í stakk búið til að vera sá ráðgefandi vörslu- og umsjón- araðili hraunhellanna sem samn- ingurinn við Náttúruvernd ríkisins gerði ráð fyrir. Ástandið er satt best að segja erfitt. Það er hugsanlegt að stofna nýtt félag sem lætur sig verndun og varðveislu hraunhella varða, en á þessari stundu ekki aðvelt. Til að slíkt félag geti látið verulega til sín taka þarf það að búa yfir þekkingu og getu, njóta trausts og hafa fjár- hagsgrundvöll. Gera þarf sértæka, bindandi samninga og sérstakar fjárveitingar þurfa að koma til. Hafa ber í huga, eins og áður hefur komið fram, að hellarnir verja sig ekki sjálfir. UMRÆÐA Umgengni okkar við hraunhella landsins hefur verið og er okkur enn til vansa. Tökum sem dæmi Surtshelli, sem til skamms tíma var þekktasti hraunhellir ver- aldar.23 Allar viðkvæmar mynd- anir eru löngu horfnar, beinin í Beinahelli, 1000 ára gamlar fornleif- ar (11. mynd),43 eru nánast horfin og töluvert rusl og sót er í hellinum. Ekkert, bókstaflega ekkert, hefur verið gert fyrir þennan merka helli. Ekkert hefur heldur verið gert til að bæta aðgengi að Stefánshelli, sem er á margan hátt betri helmingur Surtshellis-Stefánshelliskerfisins,35 hálfgert völundarhús, lítið hrun- inn og, þótt skemmdur sé, einn af áhugaverðari og öruggari hraun- hellum landsins. Ein forsenda þess að hægt sé að bregðast við er að almennt verði litið svo á að skemmdir á viðkvæm- um myndunum séu ekki ásættan- legar. Vandinn verður ekki leystur nema við nálgumst hann frá því sjónarmiði, jafnt einstaklingar, ferðaþjónustan og hið opinbera. Við verðum að íhuga vandlega hver verðmæti við höfum í höndum, hvers virði það er að varðveita þau og hvernig við getum gert það. Hvers virði er einn dropsteinn og hvers virði er eitt dropstrá? Þótt tölur þar um séu ekki til, nema að afar takmörkuðu leyti, hafa hraunhellarnir verið og eru enn eftirsóttir af almenningi og ferðamönnum. Gildi þeirra er mikið og fer hratt vaxandi. Það er ekkert einfalt mál að ákveða og ná samkomulagi og sam- stöðu um hvaða hellum skuli loka og hvernig.13'14 Eigi að gera við- kvæma hella sýningarhæfa verður það að gerast út frá sjónarmiði virð- ingar og að skaði sé ekki ásættan- legur.27 Fáeinir slíkir hellar eru til hérlendis. Þeim verður að loka og afmarka myndanir. Takmarka þarf aðgengi við það sem hellarnir teljast þola og setja fylgd ábyrgra aðila sem skilyrði. í lokunum og aðgengistakmörk- unum felst forsjárhyggja, nokkuð sem iðulega á afar illa við okkur íslendinga. Okkur ber hins vegar að takast á við vandann. Það þýðir að við verðum að takast á við sjálf okkur! Fullreynt er að aðgerðaleysi leiðir til tjóns. Hvaða hella á að gera aðgengi- lega? Við hverja þarf að semja? Hverjir eru tilbúnir og/eða þar til bærir að hafa umsjón með hellum? Hvernig á að fjármagna lokanir? Hvaðan á að fá fjárveitingar. Eru einhverjir tilbúnir til sjálfboða- starfa? Varðveisluaðgerðir eru æði flókið mál, efni í margar bækur. Mikil- vægt er að sinna fræðslu, kennslu og leiðsögn. Sýna þarf mikla nær- gætni í umfjöllun og umgengni um viðkvæma hella, sérstaklega varð- andi staðsetningu. Næst koma síðan „neyðarráðstafanir", til dæmis lokanir með mismiklum aðgengistakmörkunum, og að lokum hreinsun hella og viðgerðir á myndunum. Þegar þetta er skrifað er friðlýs- ing Kalmanshellis sem náttúru- vættis langt komin. Viðkvæmasta hluta hellisins var lokað í sátt við alla hlutaðeigandi sumarið 2007. Verndar- og varðveisluaðgerðir í Leiðarenda, í Skúlatúnshrauni í landi Hafnarfjarðar, eru í burðar- liðnum.22 Tillögur hafa verið lagð- ar fram við Umhverfisstofnun um lokun Vatnshellis í Purkhólahrauni og lagfæringu dropsteina í helli- num.17 Þeirri hugmynd var í leið- inni varpað fram að hellirinn, sem er tilvalinn sýningarhellir, verði gerður að sýningar- og kennslu- helli. Þá hefur undirritaður lagt fram lista, við Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneyti, yfir all- marga hella sem þarf að friðlýsa, vernda sérstaklega og/eða, að hinu fyrra gefnu, bæta aðgengi að.44 129
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.