Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 54
Náttúrufræðingurinn 3. mynd. Hlýraseiði. Hlýri prífst vel við lágt hitastig sjávar og unir sér vel við mikinn pétt- leika. - Juvenile spotted woljfish. Spotted wolffish can be reared at low sea temperatures and high densities. Ljósm./Photo: Atle Foss. HLÝRAELDI Eitt af fyrstu viðfangsefnum í eldi hverrar tegundar er að byggja upp klakfiskastofn og ná tökum á seiða- framleiðslu. Eins og áður sagði voru það Norðmenn sem áttu frumkvæð- ið að því að hefja slíkar tilraunir. Tilraunir þeirra með hlýraeldi hafa einkum farið fram í Norður-Noregi því sjávarhiti hentar þar vel til eld- isins. Áætlað er að kjörhiti hlýra sé á bilinu 4-10°C eftir stærð fisk- sins.2'10-13 Margt er líkt með stein- bít og hlýra en hlýri hefur þótt álitlegri eldistegund þar sem hann vex mun hraðar, verður kynþroska síðar, er afar rólegur við eldisað- stæður og flakanýting er betri en hjá steinbíti.2'5'14 Til þess að eldið gangi upp er grundvallaratriði að hitastig sjávar á hverjum stað henti viðkomandi tegund. Þar sem sjávarhiti hér við land líkist því sem gerist í Norður- Noregi þótti liggja beint við að feta í fótspor Norðmanna og kanna möguleika hlýraeldis á íslandi. Norðmenn hófu sínar hlýrarann- sóknir árið 1994 og 13 árum síðar er framleiðslan enn á tilraunastigi þótt árangur rannsóknastarfs sé umtals- verður. Ýmsir hafa þó lýst yfir áhuga á því að hefja framleiðslueldi og eru slík áform enn til skoðunar. Hér- lendis var fyrirtækið Hlýri ehf stofn- að árið 2000 og var markmið þess að stunda tilraunir með hlýraeldi og kanna hagkvæmni þess. Árið 2001 var sett upp aðstaða til eldis- tilrauna í Neskaupstað, hafist var handa við að safna villtum klakfiski til að byggja upp eldisstofn og fram- kvæmdar tilraunir með fjölgun og vaxtargetu. Tilraunir með hlýraeldi eru skemmra á veg komnar en í Noregi þótt nokkuð hafi áunnist. Sámanburður á vexti HLÝRASTOFNA FRÁ ÍSLANDI OG NOREGI Á árunum 2001-2002 var safnað um 250 villtum hlýrum á Austfjarða- miðum. Af þeim urðu 10 hrygnur kynþroska á tímabilinu frá sept- ember fram í október árið 2002. Á sama tíma fundust um 20 hæng- ar sem framleiddu nothæf svil til hrognafrjóvgunar. Hrogn eru kreist úr hrygnum rétt fyrir hrygningu og frjóvguð með sviljum sem safnað hefur verið úr hængum. í þessari fyrstu tilraun voru alls frjóvgaðir 10 lítrar af hrognum. Hrognin voru lögð í hrognabakka þar sem þau voru geymd fram að klaki nokkrum mánuðum síðar. Hrogn hlýra hafa tilhneigingu til að hanga saman, eins og áður var lýst. Við geymslu hrogna veldur þessi samloðun því að erfitt er að hreinsa dauð og ófrjóvguð hrogn frá. Dauð hrogn geta valdið sveppa- gróðri er berst til frjóvgaðra hrogna og veldur afföllum.5 Til að verjast þessu voru þau böðuð reglulega með glúteraldehýði (300 ppm) auk þess sem reynt var að fjarlægja dauð hrogn. Hrognin klöktust á tímabilinu janúar til mars 2003. Alls klöktust um 4000 lífvænlegar lirfur út og var það sá efniviður sem unnið var með í vaxtartilraun sem hér verður greint frá. Þeir umhverfisþættir sem einkum stýra vexti fiska eru hiti, ljóslota (daglengd), seltustig og súrefnis- mettun eldisvatnsins. Mismunandi vaxtargeta á milli stofna hefur verið nýtt til kynbóta, svo sem í laxeldi og bleikjueldi. Stofnar og fjölskyldur innan stofna sem hafa bestu eldis- eiginleika eru valin og nýtt til rækt- unar. Árið 2002 lágu ekki fyrir erfða- fræðilegar rannsóknir á hlýra sem gæfu til kynna ólíka stofna á milli svæða. Erfðarannsóknir undanfarin ár benda til að hlýri í Norður- Atlantshafi tilheyri ólíkum stofnein- ingum (4. mynd).15 Þetta má líka kanna með því að rannsaka líffræði stofneininga, t.d. vaxtargetu hjá ólíkum stofnum. Vaxtareiginleikar stofna sem eru í eldi í Noregi og á íslandi voru því kannaðir. Upp- lýsingar sem fást úr athugunum sem þessum eru mikilvægar þegar kemur að því að velja hentugan eld- isstofn til ræktunar. Seiði af fyrstu kynslóðum hlýra í eldisstöð Hlýra ehf annars vegar og eldisstöð Akvaplan-niva AS í Tromso hins vegar voru alin við samskonar aðstæður með tilliti til eldisbúnaðar, hitastigs og fóðurs. Upprunalega stóð til að flytja inn fisk frá Noregi en ekki fékkst leyfi til þess á þeim tíma sem rannsóknirnar voru framkvæmdar. Seiðin voru annars vegar afkomendur fisks sem safhað var á miðum út af Austurlandi 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.