Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 45
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags bókaumfjöllunar.1'23'24'28'29/35-37 Sigurði Þórarinssyni var þetta sam- hengi vel ljóst.10-28'29'37 Það hefur sýnt sig hérlendis sem erlendis, og verið staðfest með ýmsum rannsóknum, að allt sem mannshöndin nær til og getur brot- ið hverfur á nokkrum árum eða áratugum eftir að óheft umferð manna hefst.2-4'5'9'10'16'18'19 Aldur, viðkvæmni, ábyrgð Hraunhellamir, eins og reyndar landið sjálft, eru ungir í jarðfræði- legum skilningi. Aldur þeirra nemur þó allt að 300 kynslóðum martna. Mörgum reynist erfitt að skynja hvílík dægurfluga maðurinn er, miðað við þessar ævafornu en þó jarðsögulega ungu og fersku minjar, og hversu mikla varkárni, virðingu og auðmýkt þarf að sýna. Myndanir hraunhellanna verða til meðan hraunið rennur og meðan það er enn mjög heitt. Hafi þær einu sinni verið brotnar koma þær aldrei aftur. Fjölmargar þessara náttúru- minja eru ekki aðeins ómetanlegur heldur með öllu óbætanlegur hluti náttúruarfleifðar okkar íslendinga og jafnvel heimsins alls.10'33 Þótt fjölbreytni þeirra sé ekki endilega mikil í jarðfræðilegum skilningi er fagurfræðilegt gildi þeirra mikið (1., 7. og 8. mynd) og iðulega meira en orð fá lýst.24 Sumar þessara mynd- ana eru svo viðkvæmar að þær þola vart að andað sé á þær. Þola bókstaflega ekki umferð eða nær- veru manna. Á það jafnt við um hellarannsóknamenn, hellaáhuga- menn, ferðamenn og almenning!2"4 Um suma hella ætti enginn að fara sjálfs sín vegna. Bókastaflega enginn. Mörgum getur reynst erf- itt að neita sér um slíkt. Okkur ber skylda til að gæta ábyrgðar og tryggja varðveislu þessara merku náttúruminja. Skylda, ekki aðeins gagnvart okkur sjálfum heldur ekki síður, og reyndar miklu frekar, gagnvart þeim sem á eftir koma. í þeirri ábyrgð felst m.a. að skila vel af sér, gæta varkárni í umfjöllun, takmarka eigin umferð og loka þegar annað dugar ekki. Sýna í verki hver við erum, fyrir hvað við stöndum og að við getum komist að samkomulagi. eitt tilefni þessa GREINARKORNS Fyrir nokkru kom út ritverk Björns Hróarssonar jarðfræðings, íslenskir hellar.25 Verkið er fyrst og fremst samantekt á verkum annarra og að mörgu leyti góð heimild um þá ver- öld sem um er fjallað. Fjölmargar ljósmyndir prýða bókina, margar prýðilega teknar og tók höfund- ur um helming þeirra. Hátt hlut- fall myndefnis gerir það að verk- um að gaman er að fletta bókinni í gegn. Mikið vægi viðkvæmra hraunmyndana í myndefni gefur þó dálítið ranga sýn á þá veröld sem um er fjallað. Ófullnægjandi tillit er tekið til þeirrar staðreyndar að meðal umfjöllunarefnis bókarinnar eru sumar viðkvæmustu jarðminjar landsins. Höfundur gerir sér alls ekki nægilega grein fyrir viðvarandi skaða á íslenskum hraunhellum. Þá tekur hann hvorki nógu mikið tillit til þeirrar staðreyndar að sá skaði er af mannavöldum, né virðist hann gera sér fyllilega grein fyrir hvernig sá skaði verður. Hann segir bók sinni ætlað að vekja upp umræðu. Undan því verður ekki skorast. Hófsemi, tilgangur Ekki verður of mikið gert úr mikil- vægi þess að gæta hófsemi og nærfærni í umfjöllun um við- kvæmar náttúruminjar, jafnt hella sem aðrar minjar.9'20'28 Mikil- vægt er að umfjöllun, framsetn- ing, ályktanir og staðhæfingar taki mið af þeirri staðreynd að viðkvæmar minjar náttúrunnar verja sig ekki sjálfar. Opnum og óvörðum helli má líkja við opið og óvaktað safn, eða eyðibýli fjarri alfaraleið. Það gerist ekki endilega hratt, en smám saman hverfur allt sem hönd á festir. Það hefur lengi verið viðtekin venja í hellafræðum að fjalla ekki um viðkvæma hella nema varðveisla þeirra sé nokkurn veginn trygg.5'9'28 Hana þarf að tryggja til dæmis með því að gera þá óaðgengilega, sjá svo um að ekki sé hægt að fara nærri um staðsetningu þeirra, með því að afmarka gönguleiðir og viðkvæmar myndanir, eða með friðlýsingu og lokun. Rannsókn, könnun, verndun og varðveisla íslenskra hraunhella er nokkuð sértækt efni, fáum vel kunn- ugt og flestum framandi. Engin leið er að gera bókinni íslenskir hellar fullnægjandi skil í stuttu máli og reyndar engin ástæða á þessum 8. mynd. Árnahellir haustið 1985. Hellirinn hefur nokkuð lcítið á sjd. Honum var lokað 1995 og hann friðlýstur sem ndttúruvætti 2002. Ljóstn./Photo: Árni B. Stefdnsson. 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.