Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 35
Ritrýnd grein
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Hörður Kristinsson
Fjallkrækill
Fyrsta fórnarlamb hlýnandi
LOFTSLAGS Á ÍSLANDI?
Síðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi loftslags á dýr og plöntur. Fjölmargar
rannsóknir hafa verið settar af stað til að varpa ljósi á einstaka þætti þeirra breytinga sem í vændum eru,
bæði í Ölpunum, á norðurhjara og trúlega víðar. Þar á meðal mætti nefna GLÓRIA (Global Observation
Research Initiative in Alpine environments), sem er rannsóknanet upprunnið í Ölpunum og teygir sig til æ fleiri
landa. Þróaðar hafa verið samræmdar aðferðir til að bera saman gróður á fjallstindum, bæði milli svæða og
innan sama svæðis þar sem skoðaðar eru breytingar frá einu tímabili til annars. Eitt fyrsta GLORIA-svæðið var
sett upp í Austurrísku ölpunum 1994. Gróðurmælingar sem gerðar voru á því aftur árið 2004 staðfestu að
háfjallaplöntum af hæstu toppum hnignaði á þessu tímabili en fjallaplöntur úr lægri beltum færðu sig ofar.1
Ein af mörgum breytingum sem
menn sjá fyrir sér á íslandi eru áhrif
á þær fjalla- og norðurhjarategundir
sem finnast aðeins uppi á og utan í
hinum tiltölulega fornu blágrýtis-
fjöllum Tröllaskaga, Flateyjarskaga,
Austfjarða og Vestfjarða. í þeim hópi
eru fjallabláklukka (Campanula uni-
flora), hreistursteinbrjótur (Saxifraga
foliolosa), fjallavorblóm (Draba oxy-
carpa), snækobbi (Erigeron humile)
og finnungsstör (Carex nardina) svo
einhverjar séu nefndar. Allar þessar
plöntur vaxa oft ofan 1000 m hæðar
og hreistursteinbrjótur og snækobbi
finnast tæpast neðan 800 m. Hinar
sjást stöku sinnum niður í 600 m, en
aðeins fjallabláklukkan hefur fund-
ist neðan 400 m á Vestfjörðum. Þessar
plöntur eru aðlagaðar köldu lofts-
lagi og hér á íslandi geta þær ekki
flúið hlýnun nema með því að fikra
sig hærra upp. Þegar það gengur
ekki lengur hljóta þær því að hverfa
úr íslensku flórunni. Hér er sagt frá
fjallkrækli (Sagina caespitosa), en
hann er eina fjallaplantan sem vís-
bendingar hafa fundist um að sé á
undanhaldi í flóru íslands L rnynd. Blómstrandi fjallkrækill sunnan f Draflastaðafjalli sumarið 2002.
Náttúrufræðingurinn 76 (3-4), bls. 115-120, 2008
115